Kjarninn - 03.04.2014, Page 56

Kjarninn - 03.04.2014, Page 56
01/01 SpeS 01/01 spes kjarninn 3. apríl 2014 SpeS Kona handtekin eftir að hún sendi dóttur sinni versta aprílgabb sögunnar laug að hún hefði heyrt skothvelli í háskólanum H in fimmtíu og fjögurra ára gamla Angela Timmons var handtekin í gær af lögregluyfirvöldum í Suður- Karólínu, eftir að hún sendi dóttur sinni eitt misheppnaðasta aprílgabb sögunnar. Timmons vinnur á fjármáladeild Háskólans í Virginíu, en hún ákvað í gríni að senda 34 ára dóttur sinni SMS-skilaboð í gærmorgun um að hún hefði heyrt skothvelli í háskólanum. Dóttir hennar, April, var þá stödd í New York. Hún sendi móður sinni skilaboð til baka í mikilli geðshræringu, en eftir að móðir hennar svaraði hafði hún samband við lögreglu sem var send á staðinn í miklu flýti. Í skólanum var hins vegar allt með kyrrum kjörum, og var Angela Timmons handtekin í kjölfarið. Hún var færð til yfirheyrslu og verður kærð fyrir athæfið. Við yfirheyrslurnar sagði Timmons að um saklaust aprílgabb hefði verið að ræða. Hún hefði oft „grínast“ svona við dóttur sína 1. apríl í gegnum tíðina. Ljóst er að hvorki dóttir hennar né lögregluyfirvöld kunnu að meta þessa háþróuðu kímnigáfu Angelu Timmons.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.