Kjarninn - 03.04.2014, Page 62

Kjarninn - 03.04.2014, Page 62
06/06 álit að Ísland grafi undan verndun hvalastofnum samkvæmt Pelly-ákvæðinu þar eð alþjóðleg viðskipti með hvalkjöt fari gegn samþykktum CITES, en þau mál heyra undir innanríkis- ráðherrann. Enn fremur segir í skýrslu Gunnars Braga: „Þegar eru í gildi aðgerðir vegna hvalveiða Íslands sem gripið var til árið 2011 og varða fyrst og fremst diplómatísk sam- skipti ríkjanna.“ Ekkert segir í skýrslunni um áhrif þeirra aðgerða á diplómatísk tengsl Íslands og Banda ríkjanna en í svari við spurningu Árna Þórs Sigurðssonar (VG) viðurkenndi utanríkisráðherra að þetta væri „áhyggjuefni“. Ekki var búist neins konar efnahagslegum refsi aðgerðum gegn Íslandi enda um tvö vinaríki að ræða. Á hinn bóginn hefur Obama forseti hert nokkuð þær aðgerðir sem kynntar voru í sex liðum í september 2011. Nú er um átta atriði að ræða og utanríkisráðherra, innanríkisráðherra og viðskipta- ráðherra er gert að skila skýrslu innan sex mánaða um árangur aðgerðanna. Hætt er við að John Kerry muni ekki þiggja ítrekað heimboð Gunnars Braga Sveinssonar á næstunni. Því verður að spurja hvort hvalveiðar gangi fyrir áherslum utanríkisráðherra á að efla tengslin við Washington. Hvaða hagsmunamat er þar að baki?

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.