Kjarninn - 03.04.2014, Page 63

Kjarninn - 03.04.2014, Page 63
01/05 piStill Í Kyrrahafinu, rúmlega þúsund kílómetrum austan við Filippseyjar, liggur eyjan Jap. Sennilegast hafa fæstir heyrt hennar getið, enda er hún svo agnarsmá að hún sést ekki á flestum landakortum. Jap er aðeins um 100 ferkílómetrar að stærð, innan við einn þúsundasti af stærð Íslands, en það myndi sennilega ekki taka meðal- manneskju mikið lengri tíma en fimm klukkustundir að ganga eyjuna endanna á milli. Eyjan tilheyrir Míkrónesíu í dag og er líkt og aðrar eyjar á svæðinu vanþróuð. Þar bjuggu um ellefu þúsund manns þegar manntal var tekið um síðustu aldamót, en hagkerfi eyjarskeggja byggir á sjálfsþurftarbúskap og gjaldeyristekjur þeirra einskorðast nánast við þróunaraðstoð frá Banda- ríkjunum. Það gæti því virst sem hagfræðingar, sem glíma við hið sívaxandi flækjustig nútímasamfélagsins í störfum sínum, geti lítinn lærdóm dregið af hinu látlausa hagkerfi Jap. Ekkert er þó fjær sanni, en ástæðan er hið einstaka trúin á peninga Hafsteinn Hauksson veltir fyrir sér peningum og tilgangi þeirra, hvorki meira né minna. piStill Hafsteinn Hauksson hagfræðingur kjarninn 3. apríl 2014

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.