Kjarninn - 03.04.2014, Page 72

Kjarninn - 03.04.2014, Page 72
05/05 lÍfSStÍll Oftast eru það hnén sem gera fyrst vart við að þeim þyki nóg gengið. En því er þannig farið að eina leiðin til þess að æfa sig í að ganga niður brekkur er að ganga niður brekkur. Það er ekkert tæki í ræktinni og engin trix eða æfingar sem koma í staðinn fyrir það. Það er sigurgleði yfir hópnum þegar menn leggjast flatir á sæng af sinu og mosa niðri við vigtina á ný. Allir sem hingað eru komnir eftir langan dag vita að þrátt fyrir strengi og stirðleika í ganglimum og eymsli í iljaþófum hafa þeir staðist prófið. Sá sem getur þetta mun ekki eiga í erfiðleikum með Hnúkinn. Teygjuæfingar eru að mestu framkvæmdar liggj- andi og svo hverfa menn hver til síns heima. Fjall að baki en fleiri fjöll í blámóðu framtíðarinnar. Þannig á lífið að vera.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.