Kjarninn - 03.04.2014, Side 75

Kjarninn - 03.04.2014, Side 75
02/04 almannatengSl %O¡V½UD­7\OHQROIU¡-RKQVRQ -RKQVRQ  Krísan Sjö manns létust í Chicago eftir að hafa tekið Tylenol- töflur sem höfðu verið smurðar með blásýru. Gerandinn fannst aldrei. Viðbrögðin Fyrirtækið setti öryggi viðskiptavina í fyrsta sæti og tók strax 31 milljón Tylenol-pakkningar – um 100 milljóna dollara virði – úr búðum og hætti að framleiða og auglýsa töflurnar. Þá vann fyrirtækið náið með lögreglunni í Chicago, alríkislögreglunni og matvælaeftirliti Bandaríkj- anna, ásamt því að bjóða 100.000 dollara verðlaun fyrir þann sem gæti bent á gerandann. Í framhaldinu kynnti fyrirtækið síðan nýjar umbúðir sem ekki var hægt að opna án þess að skilja eftir sig ummerki og bauð veglegan afslátt af Tylenol. ÚtKoman Viðbrögð Johnson & Johnson eru kennd í háskólum um heim allan enn þann dag í dag og yfirleitt er litið svo á að viðbrögð fyrirtækisins við krísunni sé einhver best heppnaða krísustjórnun allra tíma. Fjölmiðlar kunnu vel að meta einlægni fyrirtækisins og þær áhyggjur sem það virtist hafa af almenningi og umfjöllun fjölmiðla um Johnson & Johnson var nær eingöngu á jákvæðum nótum, sem hafði gríðarlega mikið að segja um hversu fljótt Tylenol- vörumerkið jafnaði sig.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.