Kjarninn - 03.04.2014, Page 76

Kjarninn - 03.04.2014, Page 76
03/04 almannatengSl 6DOPRQHOOXIDUDOGXUKM¡2GZDOOD)RRGV  Krísan Salmonellufaraldur braust út í Washington-ríki í Bandaríkjunum og heilbrigðisyfirvöld fundu fljótt ástæðuna, ógerilsneyddan eplasafa frá Odwalla. Eitt barn lést og meira en 60 manns urðu alvarlega veikir. Viðbrögðin Um leið og ljóst var hver orsök salmonellunar var innkallaði forstjóri Odwalla, Stephen Williamson, allar vörur fyrirtækisins sem innihéldu epla- eða gulrótarsafa. Aðgerð- irnar kostuðu fyrirtækið 6,5 milljónir dollara. Þegar hann talaði við fjölmiðla tók hann fulla ábyrgð á málinu og bauðst til þess að borga allan sjúkrahúskostnað þeirra sem veiktust af salmonellunni. Odwalla hélt daglega upplýsingafundi með fjölmiðlum til að koma upplýsingum til almennings, birti heilsíðuauglýsingar í blöðum og setti upp vefsíðu þar sem allar helstu upplýsingar voru á einum stað. ÚtKoman Odwalla stóð frammi fyrir algerri martröð: Viðskipta- vinur hafði látist eftir að hafa neytt vöru frá fyrir tækinu. Í kjöl- farið missti Odwalla þriðjung af markaðshlutdeild sinni, játaði ýmsa vankanta í framleiðsluferlinu í aðdraganda faraldursins og var sektað um $1,5 milljónir af matvælaeftirliti Bandaríkjanna. Fyrir- tækið lagði allan kraft sinn í að byggja aftur upp það traust sem var farið og endurskoðaði og bætti alla verkferla og gæðaeftirlit hjá sér. Eplasafinn kom aftur á markað einungis tveimur mánuðum eftir salmonellufaraldinn. Árið 2001 keypti Coca-Cola fyrirtækið fyrir 186 milljónir dollara.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.