Kjarninn - 03.04.2014, Page 77

Kjarninn - 03.04.2014, Page 77
04/04 almannatengSl “YH°XUKDPODUIOXJL-HW%OXH­YLNX   Krísan Í febrúar 2007 þurftu fjölmörg flugfélög að aflýsa hátt í 1.000 flugferðum á fimm dögum sökum óveðris sem geisaði á austurströnd Bandaríkjanna. Flest flugfélög aflýstu öllum ferðum og létu farþega vita eða sendu þá heim. Ekki JetBlue, sem vonaðist til þess að veðrinu myndi slota fljótt. Í kjölfarið urðu margir farþegar strandaglópar á flugvöllum víða á austurströndinni og gríðarleg óánægja var með flugfélagið. Viðbrögðin Forstjóri JetBlue, David Neeleman, kenndi aldrei veðrinu um ófarir félagsins. Hann skrifaði opinbert afsökunar bréf til viðskiptavina, kynnti nýja „stjórnarskrá“ fyrir viðskiptavini og bjó til lista yfir þær aðgerðir sem flug- félagið ætlaði að ráðast í til að bæta skaðann og koma í veg fyrir að svona lagað gerðist í framtíðinni. ÚtKoman Þrátt fyrir einlægni í bréfi David Neeleman kom það frekar seint. Óánægðir farþegar höfðu þegar verið fastir á flugvöllum í lengri tíma og voru fyrir löngu búnir að fá nóg. En í vikunum sem fylgdu náði félagið að lágmarka skaðann með því að vera eins opið og heiðar- legt og það gat. Neeleman fór víða, birti myndband á YouTube og mætti í the Today Show, til David Letter- man og Anderson Cooper á CNN til þess að biðjast afsök- unar á því hvernig JetBlue tók á málinu. Þrátt fyrir að málið hafi haft mikil áhrif á ímynd flugfélagsins hjálpuðu þessar aðgerðir því að vinna til baka traust viðskiptavina. Og fyrir flugfélag sem stærir sig af því að bjóða góða þjónustu var það gríðarlega mikilvægt.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.