Kjarninn - 03.04.2014, Side 79

Kjarninn - 03.04.2014, Side 79
02/03 karolina funD tekið er upp í einn dag, og kvikmynd búin til, þar sem undir- stöðuatriði verkefnisins er að „leysa hið óþekkta úr læðingi“. En hver er listamaðurinn á bak við þetta allt saman? „Ég heiti Kitty Von-Sometime og hef búið á Íslandi í næstum því níu ár. Ég er listamaður, framleiðandi, leikstjóri, DJ, móðir, þráhyggju-garðyrkjumaður og djöfulli góður kokkur. Ég hef engan bakgrunn í raun, hef bara lifað litríku frábæru lífi. Innblásturinn hefur komið frá æskudraumum mínum, frá því að sjá samhengi í ótengdum atvikum, frá því að frelsa aðra frá þeirra eigin hömlum, og persónulegri þrá- hyggju fyrir spandexi. Ég reyni að fá fólk með mér í verkefnið, sem ekki er endilega listamenn, en vill verða að listaverki, upp- lifa listina og finna fyrir list. Fólkið sem ég vinn með er oft fólk sem ég hef aldrei áður hitt. Í verkunum er djúp undir- alda kvenlegra krafta sem bresta fram, sérstaklega þegar kemur að kvenlíkamanum. En fyrst og fremst snýst verkefnið um að bjóða áhorfandanum í gerviheim, nammiland þar sem þeir fá vatn í munninn – skap- andi tilfinningu sem segir þeim að þá langi út að leika. Ég hef ekki menntað mig í listaskóla, en þeim mun meira sem ég skapa, þeim mun meir langar mig til þess. Svo hefur mér aldrei leiðst.“ Hvað er The Weird Girls verkefnið? Hvenær byrjaði það, af hverju, og hvert ertu að fara með það? „Verkefnið byrjaði sem eitt verkefni, ekki ætlað til þess að verða að framhaldsverkefni, ætlað að verða framúrstefnulist.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.