Kjarninn - 03.04.2014, Síða 80
03/03 karolina funD
Ég átti margar vinkonur sem langaði að gera eitthvað, og
voru djúpt sokknar í sjálfsskoðun og líkamstengdar vanga-
veltur á borð við átröskun, ofbeldi, nauðgun, einelti eða aðrar
persónuárásir.
Ég bað þær um að koma heim til mín í einhverjum
búningum. Ég fékk ljósmyndara á svæðið þar sem ég ætlaði
að endurgera Síðustu kvöldmáltíðina, og bjó til fyrsta verkið
á Hi8-vídeótökuvélina mína. Mér gekk svo vel að ýta stelp-
unum út fyrir mörk sín að verkefnið varð að halda áfram, og
varð mun alvarlegra verkefni í framhaldinu þar sem listrænt
innihald varð æ mikilvægara.
Ég hef lært heilmikið af þessu verkefni. Hæfileikar mínir í
kvikmyndagerð þróuðust í því. Ég lifi fyrir þetta format í dag.
Ég legg áherslu á listina og leikstjórn með alvarlegan undir-
tón þar sem sterkar konur ýta sjálfum sér út fyrir þæginda-
hring sinn, hver svo sem ástæðan kann að vera.
Ég hef fengið að ferðast um heiminn með þetta verkefni
þar sem við höfum fengið fjármögnun frá útlöndum, en það
hefur reynst mér um of að fjármagna það á Íslandi úr eigin
vasa, án opinbers stuðnings. Þess vegna hefur ekkert verið
tekið upp á Íslandi undanfarin tvö ár, og það þykir mér leitt.“
Þú hefur áður fjármagnað verkefni með hópfjármögnun. Hver
er reynsla þín af því að nota þetta fjármögnunarmódel? Hvernig
þarftu að hugsa til að geta nýtt þér það?
„Ég hef hópfjármagnað einu sinni áður, árið 2011 á
Kickstarter. Það tókst og ég trúi því að þessi aðferð virki vel
fyrir sum af verkefnunum mínum. Það er margt fólk að vinna
að þessum verkefnum með mér, og frá því hef ég þekkingu
mína. Fólk sýnir verkefnum mínum áhuga. Íslendingar hafa
stutt við sköpun mína frá upphafi. En þar sem ég set verk
mín á netið endurgjaldslaust er engin leið að fjármagna þau.“
Ítarefni
The Weird Girls Project
Verkefni Kitty Von-Sometime á
Karolina Fund
Verkin á Vimeo
Klippur úr völdum verkum Kitty
Von-Sometime
Um verkefnið
Hvað er The Weird Girls verkefnið?
Smelltu á fyrirsagnirnar
til að lesa ítarefnið