Kjarninn - 03.04.2014, Page 83

Kjarninn - 03.04.2014, Page 83
03/05 tónliSt hljómsveitunum Tunng og Cheek Mountain Thief, spilar einnig á plötunni ásamt hljómsveitinni Amiina og er óhætt að segja að það sé töluvert meira kjöt á beininu í hinu nýja efni sveitarinnar. Íslensk-kanadíska rokksveitin Kimono vinnur nú hörðum höndum að sinni fjórðu breiðskífu og sendi hún á dögunum frá sér nýja smáskífu. Spectres sýnir bjartari hliðar á Kimono og er lagið með því aðgengilegra sem hljómsveitin hefur sent frá sér. Kimono stendur í stórræðum þessa dagana, þar sem hún safnar fyrir útgáfu á þremur eldri breiðskífum sínum á vínylformi í tilefni þess að sveitin heldur upp á sitt þrettánda starfsafmæli, sem telst vera hár aldur í íslensku tónlistarlífi. Það er mál margra að hljómsveitin hafi aldrei verið betri og tekur greinarhöfundur fyllilega undir það. Skakkamanage sendi nú á dögunum frá sér sína þriðju breiðskífu. Heitir hún Sounds of Merrymaking og er óhætt að segja að um langþráðan grip sé að ræða. Lítið hefur heyrst frá sveitinni síðan hún gaf út hina afbragðsgóðu All Around the Face árið 2008. Meðlimir Skakkamanage hafa ekki setið

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.