Kjarninn - 03.04.2014, Page 84

Kjarninn - 03.04.2014, Page 84
04/05 tónliSt auðum höndum síðustu ár þó síður sé. Forsprakkarnir Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Hässler hafa spilað og gefið út tónlist með Prins Póló og Létt á bárunni og trymbillinn Þormóður Dagsson hefur gert frábæra hluti með hljómsveit sinni Tilbury. Sounds of Merrymaking er í alla staði frábær skífa og ef eitthvað er þá er hún heilsteyptasta og besta skífa sveitarinnar til þessa. Highlands er nýleg hljómsveit skipuð þeim Loga Pedro Stefánssyni og Karin Sveinsdóttur. Flest þekkja Loga sem bassaleikara hljómsveitarinnar Retro Stefson en Karin er nýliði í tónlistarsenunni. Þau kynntust fyrst þegar Logi var dómari í undankeppni Söngvakeppni framhaldsskólanna og heyrði hann strax að hún væri mjög hæfileikarík söng- kona. Highlands spilar dramatískt rafpopp sem minnir um sumt á Íslandsvinina SBTRKT, Air France og Ratatat. Fyrsta þröngskífa hennar heitir einfaldlega n°1 og er hún hreint afbragð. Það styttist óðum í að Gus Gus sendi frá sér sína níundu hljóðversskífu ef meðtaldar eru samnefnd breiðskífa frá árinu 1995 og Gus Gus vs. T-World frá árinu 2000. Níunda Smelltu til að hlusta á Sirens (múm Remix) með Highlands

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.