Kjarninn - 01.05.2014, Page 25

Kjarninn - 01.05.2014, Page 25
07/09 mEnntamál Sjötti hver hræddur við valdafólk Yfirgnæfandi meirihluti aðspurðra taldi mjög eða frekar mikilvægt að vísinda- og fræðimenn tækju þátt í opinberri umræðu um mikilvæg þjóðfélagsmál og rúm 60% töldu að samfélagið væri móttækilegt fyrir þátttöku vísinda- og fræðimanna í samfélags- umræðunni en áttundi hver var á öndverðri skoðun. Þá leiddi könnunin þá athyglisverðu niðurstöðu í ljós að sjötti hver svarandi hafði komið sér hjá því að tjá sig við fjölmiðla vegna ótta við valdafólk úr stjórnmála- og efnahags- lífi, en mun færri, eða sjö prósent svarenda, sögðust hafa vikið sér undan því að tala við fjölmiðla vegna ótta við viðbrögð almenn- ings. Í könnuninni var einnig spurt hversu lík- legt eða ólíklegt væri að gagnrýni frá valdafólki í stjórnmálum, efnahagslífi eða atvinnulífi á vísinda- menn myndi koma í veg fyrir að svarendur í könnuninni tjáðu sig við fjölmiðla um mál sem hefði mikla pólitíska þýðingu. Sjötti hver svarandi taldi líklegt eða mjög líklegt að slík gagnrýni myndi hafa áhrif á hann. Sex prósentum hótað af stjórnmálamanni Í könnuninni var spurt hvort háskólafólk hefði sætt gagn- rýni af hálfu tiltekinna valdahópa eftir að hafa tjáð sig sem vísinda- eða fræðimaður við fjölmiðla í tilteknu máli og Hefur þú sjálf(ur) sætt gagnrýni frá stjórnmálamönnum, valdafólki í efnahagslífi eða öðrum hagsmuna- aðilum í atvinnulífi eftir að hafa tjáð þig sem vísinda- eða fræðimaður við fjölmiðla í tilteknu máli? (Merktu við allt sem við á) Q Já, frá stjórnmálamanni/ mönnum Q Já, frá valdamanni/ mönnum í efnahagslífi Q Já, frá öðrum hagsmunaaðilum í atvinnulífi Q Nei, aldrei Q Ég hef aldrei rætt við fjölmiðla 16,91% 10,50% 22,74% 43,73% 6, 12 % Hefur þú sjálf(ur) sætt hótunum af einhverju tagi frá stjórnmála- mönnum, valdafólki í efnahagslífi eða öðrum hagsmunaaðilum í atvinnulífi eftir að hafa tjáð þig sem vísinda- eða fræðimaður við fjölmiðla í tilteknu máli? (Merktu við allt sem við á) Q Já, frá stjórnmálamanni/ mönnum Q Já, frá valdamanni/ mönnum í efnahagslífi Q Já, frá öðrum hagsmunaaðilum í atvinnulífi Q Nei, aldrei Q Ég hef aldrei rætt við fjölmiðla 77,32% 6 ,8 7 % 6, 19 % 5,84 % 3, 78 %

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.