Kjarninn - 15.05.2014, Side 67

Kjarninn - 15.05.2014, Side 67
53/54 knattspyrna hálfleik. Nægir þar að nefna 5-1 sigur á Arsenal í febrúar þar sem Liverpool skoraði fjögur á fyrstu 20 mínútunum. Liðinu tókst líka að vinna 12 af síðustu 14 leikjum sínum, sem verður að teljast rosalegur árangur. Margir spáðu því að Everton myndi hrynja eins og spila- borg eftir að David Moyes yfirgaf félagið fyrir Manchester United eftir ellefu ára starf. Annað kom heldur betur á daginn. Liðið náði fleiri stigum en það hefur nokkru sinni áður náð í úrvalsdeildinni og gerði það með því að spila frábæran sóknarbolta undir stjórn Roberto Martinez. Há- punktur tímabilsins var ugglaust sá að vinna Manchester United, og David Moyes, bæði heima og að heiman. Liðið hafði þá ekki unnið á Old Trafford frá árinu 1992. En ýmsir komu líka á óvart á hinum enda deildarinnar. Sunderland tók þá góðu ákvörðun að reka hinn vægast sagt vanstillta Paolo Di Canio eftir fimm leiki, enda liðið einung- is með eitt stig á þeim tímapunkti. Gus Poyet tók við, en hans beið það verkefni að slípa til hóp sem samanstóð af 14 nýjum leikmönnum og afgangi sem var í sjokki eftir Di Canio tímann. Honum tókst að koma liðinu í úrslit deildar- bikarsins og bjarga því síðan frá falli með ótrúlegum endaspretti þar sem Sunder- land vann bæði Chelsea og Manchester United á útivelli og náði í 10 stig af 12 mögulegum. Hinn kjallarastjórinn sem er vert að minnast á er Tony Pulis. Eftir að hafa verið rekinn frá Stoke fyrir að spila leiðinlegan fótbolta, með mikla áherslu á löng innköst, mætti maðurinn með bensínstöðvarderhúfuna í brúna hjá Crystal Palace og vann kraftaverk með lið sem ansi margir sérfræðingar voru vissir um að myndi falla beint aftur. Pulis náði kraftaverkamaður Tony Pulis tók við Crystal Palace í vonlausri stöðu, bjó til vel smurða vél og endaði með liðið rétt fyrir neðan Manchester United.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.