Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Síða 7

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Síða 7
Þ J Ó Ð I N 3 flokkinn um sig og afla honum fylgis, sem hann hefði ekki náð í opinberri kosningasamvinnu. Al- þýðuflokkurinn tók upp róttækari stefnu- og starfsskrá en áður, til þess að veiða kommúnista til fylg- is. Jafnframt þóttist Alþýðuflokk- urinn slíta stjórnar- og þingsam- starfi við Framsóknarflokkinn, og segja sig úr ábyrgð á ríkisstjórn og þingstörfum, til þess að geta kennt Framsóknarflokknum um fram- komuna gagnvart sjávarútveginum, en mál lians böfðu á kjörtímabil- inu verið vanrækt af hinu opinbera með þeim endemum, sem allir vita. En Framsóknarfl. þurfti annars með. Hann var orðinn svo flekkað- ur af sósíalistum og samstarfi við þá, að fjölda fylgismanna i sveit- um, sem af lmg ag lijarta eru and- vígir sósíalismanum, iiraus hugur við, og gjörðust líklegir til að snúa baki við flokknum. Framsókn þurfti umfram alll að bjarga ])essum kjós- endum, með þvi að þvo sinn rauð- flekkaða skjöbl hreinan af sósíal- istunum. Þá var það lierbragð grip- ið, að ganga til kosninga í opinberrj andstöðu við sósíalista og reyna þannig að bjarga við hinu andsósí- alistiska sveitafylgi, sem bjóst til brottgöngu úr flokknum. En svo undarlega kaldliæðin eru örlögin, að stundum flytja saman- tekin vélráð öðrum aðiljanum sig- ur, en hinum skömm og skaða. Sag- an endurtók sig hér. Alþýðuflokkn- um brást lierl)ragðið hraparlega. Kjósendur í kaupstöðum og kaup- túnum sáu i gegnum vefinn. En Framsókn hepnaðist tilraunin, og tókst benni að halda sveitafylgi sínu og jafnvel auka við það. Allt var þannig i pott- Baktjalda- inn búið, að sá grun- makk- ur komst þegar á loft, að ekki væri allt með felldu um ástæður þingrofsins, að ekki væri djúp og einlæg alvara að baki liinum óbrúanlega ágreiningi stjórnarflokkanna. Hnigu til þess mörg' rök. Þrátt fyrir digurbarkalega jdir- lýsing Haralds Guðmundssonar, um að Alþýðuflokkurinn gæti ekki lengur átt samvinnu við Framsókn- arflokkinn um stjórn landsins, sat ráðlierrann sem fastast og situr enn. Þegar framboð urðu kunn, kom ennfremur i ljós, að Framsóknarfl., Alþýðuflokkurinn og kommúriista- flokkurinn studdu hver annan á víxl. Valt á meslu, að vinna sveita- kjördæmin, þar sem Framsóknar- menn voru tæpir í sessi; á því lilaut meiri hluti á þingi að velta, hvernig sem færi um heildaratkvæðatölur flokkanna. Kommúnistar lýstu þessu yfir opinberlega, af fullri hreínskilni. t blaði þeirra, Þjóðvilj- anum, segir svo, 30. apríl 1937, í grein eftir formann flokksins: „Þess vegna befir Kommúnista- flokkurinn ákveðið að stijðja Fram- súkn of/ Alþýðuflokkinn í öllum þeim kjördæmum, þar sem fram- bjóðendur þessara flokka eru í hættu.“ Síðan eru talin upp þau kjördæmi, þar sem fylgismennirn- ir skuli kjósa Framsókn, og hvar þeir skuli varpa atkvæðum á Al- þýðuflokkinn. Það er víst, að flokksmennirnir

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.