Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Síða 10

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Síða 10
6 Þ J Ó Ð I N Tvímennings- kjördæmi og rýmkun uppbótarsæta. ræðinu og skuli velja. Ein er sú, að gera land- ið allt að einu kjördæmi; önnur, að skipta landinu í nokkur stór kjördæmi með hlutfallskosningum. Báðar jtessar leiðir tryggja hlut- fallslega rétta útkoinu. En með þeim eru liin einstöku kjördæmi svift sinuin sérstaka þingfulltrúa, og mætir það mikilli andspyrnu. En þá er sú leiðin eftir, sem ég teldi heppilegasta að svo vöxnu máli. Hún sameinar það tvennt, að fullnægja lýð- réttu hlutfalli milli stjórnmálaflokkanna eftir atkvæða- magni, og að fullnægja óskum manna um að halda hinum sérstöku kjördæmum. Þessi leið felur í sér tvær breyt- ingar frá núverandi ástandi. í fyrsta lagi verði upp teknar hlutfallskosn- ingar i tvimenningskjördænnmum. Þau eru nú sex: Arnes- og Rangár- vallasýsla, Múlasýslur, Eyjafjörður og Skagafjörður. Er það sjálfsagt mál og réttlátt, að láta ekki örlít- inn meiri hluta ráða vali heggja þingmannanna. Sú regla hefir og alltaf verið að ryðja sér til rúms, að þar sem fleiri skuli kjósa en einn til starfa, skuli viðhöfð hlutbundin kosning. Þannig er um allar hæjar- stjórnir og hreppsnefndir í kaup- stöðum og kauptúnum, og í sveit- um geta fáeinir kjósendur krafizt hlutfallskosningar i hreppsnefnd. Þetta er gert til þess að tryggja rétt minnihlutans og veita honum mál- svara, En fyrst löggjafinn hefir talið þetta sjálfsagða reglu um bæjar- stjórnir og hreppsnefndir, og jafn- vel um allar kosningar innan þeirra, hversu margfalt meiri á- stæða er þá til að lögleiða hlutfalls- kosningu um hina þýðingarmestu Jijóðfulltrúa, alþingismennina, þar sem því verður við komið, sem sé í tvímenningskjördæmunum. Hefði þessi regla gilt víð kosn- ingarnar i sumar, þá hefði hlutfall- ið milli flokkanna orðið nærri réttu lagi. Framsóknarflokkurinn hefði fengið 13 þingmenn í stað 19, Sjálf- stæðisflokkurinn G kjördæmakosna í viðhót, en færri uppbótarþingsæti, sem hefðu þá komið hinum flokk- únum til góða. Til að fá alveg rétta útkömu, hefði þurft 2 upphótarsæti i viðbót. Nú er hámarkstala upp- hótar- eða jöfnunarsæta bundin við 11. Önnur hreytingin yrði þá sú, að afnema hámarkið, því að fulla tryggingu fyrir réttlæti er ekki hægt að fá með öðru móti. En þýðir þetta þá ekki að fjölga þingmönnum úr hófi fram? kann einhver að spyrja. En reynslan sýn- ir, að hefði þetta skipulag gilt, hefði náðst rétt útkoma í öllum síðustu kosnángum, án þess að þurft hefði fleiri þingmenn en 51 flest. Svo lít- il fjölgun er lítil fórn fvrir réttlæt- ið. Og að jafnaði myndu ekki verða fleiri en nú. En jafnvel mætti gera stórfelldan sparnað á þingkostnað- inum, svo að vægi margfalt meir en hugsanlegur kostnaðarauki i undantekningartilfellum, t. d. með því að ákveða, að samanlagt þing- fararkaup mætti aldrei fara fram úr vissri upphæð, hversu margir sem þingmenn yrðu. Frh.

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.