Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Qupperneq 12

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Qupperneq 12
8 Þ J Ó Ð I N anna, að erfitt er að átta sig á þeim leiðum, sem þau fara í utanrikis- málum. Hitt er auðveldara, að átta sig á því, að hvaða marki þau slefna. Og um það verður nokkuð rætt hér á eftir. I. STÓRA-KRETLAND er víðlendasta og fjölmennasta heimsveldið. Það nær yfir % af löndum hnattarins og þar býr fjórð- ungur mannkynsins. Aðalviðfangsefni brezkra utan- ríkismála er að viðhalda þessu mikla heimsveldi; tengja hinar mörgu þjóðir þess föstum böndum við móðurlandið (England) ogverja þær fyrir öðrum þjóðum. Rretar slá að vísu ekki hendi á móti því, að fá fleiri lönd til þess að ráða yf- ir, og suinir segja, að Breta dreymi um að gjöra allan heiminn hrezk- an. En þeir eru að ininnsta kosli svo miklir raunhyggjumenn i stjórn- málum, að þeir láta slika drauma aldrei leiða sig í gönur, en einbeita orku sinni að því, að halda þeim löndum, sem þeir hafa. Bretar hafa séð það fyrir löngu, að bezt færi á því, að hin einstöku riki réði sér sjálf. Stjórnmálatengsl- in milli Englands og nýlendna þess eru þvi ekki mikil á yfirborðinu. Það er aðaílega konungssambandið, sem tengir ríkið saman, stjórnmála- lega séð. En í staðinn fyrir stjórn- málasamband leggja Bretar áherzlu á hagsmuna- og vináttusambandið. Verzlunarmálin hafa þvi löngum verið aðaltengiliðurinn. England er tiltölulega lítið land og sævi girt á alla vegu, en nýlend- ur þess eru í öllum heimsálfum. Bretar telja, að þetta tvennt: lega hinna brezku landa og nauðsynin á verzlunarsambandi milli hinna einstöku ríkishluta og móðurlands- ins, sé þess eðlis, að þeir verði að ráða vfir höfunum. Þeir hafa því löngum keppt að því, að eiga öflug- asta herskipaflota heimsins. Eftir stríðið urðu þeir að sætta sig við stórfellda flotaaukningu Banda- ríkjamanna. En nú hefir þjóð- stjórnin eflt fjárhag Englands svo mjög, að það getur nú varið ógrynni fjár til flotamála, bæði á sjó og í lofti. En þó er mjög óvist, að Bretum takist nokkurn tíma að eignast hlutfallslega jafnsterkan herskipaflota, miðað við önnur ríki, eins og þeir áttu fyrir heimsstyrj- öldina. Það er einn liður i þessari ný- lendumálastefnu Breta, að styrktar- hlulföllin milli annara stórvelda séu sem likust. Þegar eitthvert þessara stórvelda hefir verið á leiðinni að verða of voldugt, að dómi Breta, hafa þeir snúizt gegn því og revnt að lama það. Þessi gamla saga hef- ir endurtekið sig á síðustu árum. Þeir börðust hatramlega gegn því, á friðarráðstefnunni í Versölum, að Rín væri látin ráða landamærum Frakklands og Þýzkalands. Focli marskálkur var i engum vafa um, hvers vegna Bretar börðust gegn þvi. Hann sagði: „Það er alveg á- reiðanlegt, að þegar Þýzkaland hef- ir verið sigrað, snýr England ósjálf- rátt inn á þá gömlu stefnu sina, að berjast gegn því að sigurvegar- inn — sem í þessu tilfelli er Frakk-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.