Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Síða 22

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Síða 22
18 Þ J Ó Ð I N Guðmundur Benediktsson: Sjálfstæðisflokkurinn liefir verið í meiri hluta í bæjarstjórn Reykja- víkur síðan liann var stofnaður. Og þeir, sem báru áhyrgð á stjórn hæj- arfarfélagsins fyrir þann tíma, fylgdu allir fram þeim meginskoð-' unum í innanlandsmálum, sem Sjálfstæðisflokkurinn aðhyllist. Saga Reykjavíkur sýnir þvi, hvers vænta má af sjálfstæðisstefnunni. Stefna meiri hlutans i bæjarstjórn Reykjavíkur hefir því, í aðaldrált- um verið sú, að skapa hinu frjálsa framtaki einstaklinganna, sem bezl skilvrði og láta það njóta sin, þar sem liægt var að koma því við, og að hefjast handa á þeihi fram- kvæmdum og fyrirtækjum af liálfu hins opinhera, sem bæjarbúum væru þörf og nauðsynleg og einstakling- urinn annaðhvort gat ekki hrundið af stað af eigin ramleik eða ekki var hægt að húast við að hann legði út i. Hvernig hefir svo þessi stefna reynzt hænum og íbuum hans? Þessari spurningu verður nú reynt að svara hér á eftir. Þó verður að- eins hægt að stikla á því slærsta, þar eð rúmið, sem grein þessari er ætlað, er mjög takmarkað. Fyrir nokkurum tugum ára var Reykjavík fámennt og fátækt fiski- þorp. En á síðustu þrem áratugum hefir henni fleygt svo fram, að nú er hún myndarlegur hær, með flest- um nýtízku þægindum. Framsæknir menn og stórliuga völdust til forvstu á sviði viðskifta- og efnahagsmálanna. Á tiltölulega fáum árum koniu þeir upp blóm- legri útgerð, sem verið liefir undir- staða framfara í landinu. Verzlunin óx mjög'. Dönsku verzluninni var útrýmt. Og fjölmenn og mennluð verzlunarstétt reis upp í bænum. Þessar framfarir, ásamt aðgerðum hæjarstjórna, hreyttu öllu útliti hæjarins. Fólkinu fjölgaði, er at- vinnulífið hlómgaðist. Um síðustu aldamót voru ihúar hæjarins t. d. aðeins 5802, en nú eru þeir um 36.- 000. Húsum liefir auðvitað fjölgað mjög. Nú eru þau hátt á 4. þúsund. Landið umhverfis hæinn var liálf- gerð auðn fyrir nokkurum árum. Þar voru liolt, melar og óræktar- móar. En nú hefir þetta allt verið ræktað og gert að blómlegum tún- um. Marga steina hefir þurft að rífa upp úr jörðinni og flytja á brott. Og margan skurðinn hefir þurft að grafa. Iðnaður var sáralítill hér í hæn- um fram eftir öllu. En hann- hefir vaxið liröðum skrefum á síðustu ár- um. Árið 1930 lifðu 28.8% bæjar- húa á iðnaði, og siðan hefir sú hlut- fallstala hækkað mikið. En nú kann einhver að segja: Ræjarstjórn Reykjavíkur á engar

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.