Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Síða 27

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Síða 27
Þ J Ó Ð I N krónum dýrari en frá Reykjum. Þeirra afrek í þessum málum eru í þvi fólgin, að tefja eða hindra framkvæmdir. Þeir eru hyarvetna þröskuldur i vegi sjálfstæðismanna þessa hæjar, mannanna, sem berj- ast fyrir framförunum og umbót- unuin. FJÁRMÁLIN. Andstæðingar sjálfstæðismanna risa upp um kosningar, og stundum endranær, og ráðast á sjálfstæðis- flokkinn fyrir það, sem þeir kalla óstjórn á fjármálum Reykjavíkur. Þessar árásir reyna þeir að réttlæta með tvennu: að útgjöld hæjarsjóðs og fjárkröfur hans á hendur borg- urunum hafi ekki staðið í stað und- anfarin ár, en farið liækkandi, og að skuldirnar liafi aukizt. Það er rétt, að útgjöld bæjarsjóðs hafa vaxið. En það er sannarlega ástæðulaust að undrast það. Fvr- ir skömmu gerðu rauðliðar sam- anburð á árunum 1927 og 1936, til þess að sanna þessa merkilegu upp- götvun sína. Á þessum árum, frá 1927—1936, hafa íbúar bæjarins vaxið um þriðj- ung, eða full 11 þúsund. Þessi mann- fjölgun hefir að sjálfsögðu haft í för með sér margskonar kostnað fyrir hæjarsjóð. Ný Iiús varð að bvggja, svo að þessi 11 þúsund manns hefðu þak yfir höfuðið. Bær- inn hefir að vísu ckki byggt liúsin, en hann hefir gert byggingu þeirra mögulega, með þvi að leggja götur um bæjarlandið. En hús eru yfir- leitt ekki byggð nema viðgötur.Bær- 23 inn varð einnig að leggja holræsi í göturnar og leiðslur í húsin. Þessi mikla aukning mannfjöldans hlaut lika að skapa nauðsyn á fleiri harnaskólum, fleiri lögregluþjón- um, kostnaðarsamari heilsuvarnar— ráðstöfunum, dýrara skrifstofuhaldi — og, síðast en ekki sízt, hækkun á fátækraframfærinu. Það hefir vaxið stórkostlega á síðustu árum. Bæjarstjórn á enga sök á því. At- vinnuleysið og vandræðin, sem því eru samfara, og svo framfærslulög- in nýju, valda mestu um hækkun ])CSS. Þessi fáu atriði, sem nú hafa ver- ið talin, sýna það, að undrun rauðu forsprakkanna yfir auknum út- gjöldum hæjarsjóðs á þessum árum er harla einkennileg, svo að ekki sé dýpra tekið í árinni. Þegar þeim rauðu er bent á það, að þeir hafi með löggjöf á Alþingi hækkað útgjöld bæjarsjóðs um nokkrar miljónir áundanförnumár- um, þá kemur annað hljóð í strokk- inn, þá lýsa þeir með mörgum orð- um nauðsyn þessarar útgjalda- hækkunar — þannig er samræmið. Enginn sjálfstæðismaður hefir neitað því, að ýmis lög síðari ára, sem hækkað hafa útgjöld Revkja- víkur, hafi verið nauðsvnleg. En hitt er víst, að þau hefðu ekki þurft að haka bæjarbúum jafn þungar bvrðar og raun hefir á orðið, ef viti bornir menn og velviljaðir hefðu ráðið á Alþingi. Gjöldin til bæjarsjóðs, og þá fyrst og fremst útsvörin, hafa orðið að hækka í samræmi við hin auknu útgjöld. En hefir sú hækkun verið

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.