Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Síða 30

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Síða 30
Þ J Ó Ð I N 20 eftir JÓHANN Þ.JÖSEFSSON (Höfundur greinar þessarar, hefir átt sæti í bæjarstjórn Vestm.eyja frá upphafi, og i eftirfarandi grein gefur hann merki- legt yfirlit yfir framþróun éyjanna). Upp úr aldamótunum síðustu varð mikil breyting á atvinnuhátt- um Vestmanneyinga, eins og ann- arra þeirra landsmanna, er sjóinn stunda. Allt frá landnámstíð hafa Eyj- arnar verið eitt iiið helzta útvegs- ltyggðarlag þessa lands, Þangað sóttu úr nærsveitunum ungir menn og hraustir til að róa á vetrarver- tíðinni, sumpart á skipum Eyja- manna, og svo var það all-títt, að „landmenn“, svo voru sveitamenn nefndir daglegu tali, komu á eigin skipum, l)æði úr Landeyjum og undan Eyjafjöllum og liéldu þeim úti frá Eyjum á vetrarvertíðinni. Margir ungir menn úr Árnes-, Rangárvalla- og Skaftafellssýslum ílenlust í Eyjunum og urðu þar hin- ir nýtustu menn, enda rekja flestir Eyjamenn ætt sina til þessara sýslna. Hörð var hún sjósóknin á opnu skipunum um hávetrartímann. Hvergi i nánd hafnar að leita, ef ekki náðist að kveldi í heimavör -— til Eyjanna sjálfra. Margar sagnir eru til um baráttu þeirra tíma sjó- soknara við Ægi karl, en þó munu þær fleiri vera,!sem glevmdar eru þeim, sem nú lifa. Jóhann Þ. Jósefsson. Stærsti viðburður á því sviði, sem eg minnist að liafa heyrt nefnd- an, er „Úlilegan“ í febrúarmánuði árið 1869, þegar 14 opin skip með 218 manna áhöfn samtals lágu und- ir Bjarnarey í vestan stórviðri, for- áttubrimi, byl og frosti, sum á ann- an og önnur á þriðja sólarhring. Þá fórst 1 skip með 14 manna áhöfn. 2 skip voru yfirgefin og mönnun- um bjargað í önnur skip, og fjórir menn létust af kulda. Ekki var siður að hafa neina mat- björg með sér á sjóinn svo héti

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.