Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Side 31

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Side 31
Þ J Ó Ð I N 27 Kaupstaðurinn — Iþróttavöllurinn fremst. a. m. k., og engin tök voru á þvi að vlja neinstaðar, enda skipin op- in og þiljulaus. Geta menn ímynd- að sér, livaða þrautir þessi mann- fjöldi allur liafi orðið að þola i slíku veðri. Árið 1906 kom fyrsti vélbáturinn til Eyja og úr þvi fjölgaði þeim svo ört, að árið 1926 voru vélbátar i Vestmannaeyjum 92 talsins. Hin mikla aukning fiskiflotans gerði kröfur til ýmsra stórfelldra breyt- inga á sjó og landi, sem ekki var unnt að koma við svo skjótt, að i hendur gæti haldizt við aukningu flotans og aflamagnsins. Opnu skipin höfðu menn sett i „hróf“ eftir hvern róður, en vél- bátarnir urðu að liggja fjTÍr, fest- um á höfninni, en hún er opin móti • austanáttinni, sem er stórviðrasam- asta og langtíðasta vindátt i Evjum. Þrengslin á höfninni urðu til stór- baga, svo bátar rákust saman, ef vond voru veður, og brotnuðu. Grunnsævi auk þess svo mikið, að bátar „tóku niðri“ um lágsævi, og olli einnig það tíðum skeinmdum. Hér við bættist það, að vegna skjól- garðaleysis gekk svo mikið brim inn í höfnina í austanstór\riðrum, að það kom fyrir, að vélbátar, sem lágu við festar, fórust alveg inni á sjálfri legunni. Eðlilegt er því, að menn sæju, að þrátt fyrir það, þó ótal verkefni biðu lausnar á landi, yrði fyrst og fremst að snúa sér að því, sem má heita lífæð Eyjanna, höfninni og umbótum á henni. Hafnarmannvirkin. Á Alþingi 1913 bar þingmaður Vestmannaeyja, sem þá var Karl Einarsson bæjarfógeti, fram fry. að hafnarlögum fyrir Vestmanna-

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.