Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Page 39

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Page 39
1» J Ó Ð I N 35 rétt að leyfa að taka nokkurn hluta af því til íþróttaiðkana. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefir ávallt, síðan hún komst á fót, verið skipuð sjálfstæðismönnum að meiri liluta til. Verkefni hafa verið mörg og stór, sem til meðferðar hafa verið. Ekki er að efa það, að mistök kunni að hafa átt sér stað hjá meiri hlutan- um, en hitt ætla eg þó að verði þýðingarmeira, sem af hendi hefir verið ieyst, og miðað liefir að þrifn- aði og velferð ibúanna. Sennilega hefir, á þessum stutta tima, sem hæjarstjórnin hefir starfað, verið fleira gert — eða orðið að hrinda fleiru i framkvæmd — í einu, held- ur en verður á nokkru jafnlöngu thnahili i framtíðinni. Hér hafa svo mörg brýn nauðsynjamál kallað að i einu, sem stafar af hinni stór- felldu brevtingu atvinnulifsins, sem áður getur um og að mestu fellur á sama thnabil, og af hinu, liversu litið var á veg komið með opinber- ar framkvæmdir í Vestmannaeyj- um, þegar bæjarstjórn hóf störf. Að vísu er bærinn í fjárþröng og hefir lengi verið, en það er aðal- lega því að kenna, að um leið og kröfnrnar til bæjarfélagsins hafa aukizt stórkostlega, um fjárframlög til skóla, þurfalinga, atvinnubóta og opinberra framkvæmda yfir höfuð, hefir gjaldgeta borgaranna farið minnkandi. Bæjarstjéirn hefir aldrci fengið meira fé milli handa, held- ur en fjárhagsáætlun hvers árs hef- ir ráð fvrir gert, heldur oftast nær þvert á móti, Enginn getur með réttu bent á, að bæjarstjórnin, eða rétl- ara sagt, bæjarstjórnarmeirihlut- inn, sem áhyrgðina ber, hafi valdið bænum tjóni eða tapi vísvitandi, nema ef vera skyldi þann veg, að láta um of undan miður sanngjörn- um kröfum andstæðinganna um fjárframlög til hins eða þessa. Hinsvegar liafa andstæðingar sjálfstæðismanna í bæjarstjórn, bæði i liéraði og utan héraðs, revnt að spilla fjárhag bæjarins, með því að revna að koma í veg fyrir að bærinn aflaði sér tekna til að standast hin sívaxandi útgjöld. Má þar minna á lögin um vörugjald í bæjarsjóð, sem alþýðuflokksmenn og kommúnistar hafa sífellt reynt að evðileggja á þingi og utan þings, þó þeim hafi aldrei tekizt það. Þá hefir hin aðferðin til' að koma bænum i greiðsluþrot, orðið þeim félögum notadrýgri, sú, að kenna fólkinu að heimta scm mest af bæn- um og þrýsta fátæklingum til að. segja sig til sveitar. A þann bátt hefir þeim tekizt að fjölga stvrk- þegum og þyngja bvrðar bæjarsjóðs. Hafa kommúnistar í Vestmanna- evjum haft ötula forystu i þessu. Samvinna milli sjálfstæðismeiri- hlutans í bæjarstjórn Vestmanna- evja og andstöðuflokkanna, hefir verið sæmileg jafnan, fram að því kjörtímabili, sem nú er að enda. Samvinnan á næsla kjörtímabili þar á undan, milli þeirra þriggja fulltrúa Alþýðuflokksins og okkar sjálfstæðismanna, mátti heita ágæt. En þetta breyttist allt til hins verra við síðustu kosningar. Þá komu inn í bæjarstjórnina þrir

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.