Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Page 10

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Page 10
296 Frá Austur-Asíu. [Stetfnir þeirra stór, álíka og Stóra-Bret- land, en önnur eru ekki nema nokkrar dagsláttur. Hinir tveir þriðju partarnir af Indlandi, Brezka Indland, mynda níu „skatt- lönd“, sem eru öll afarstór og fjölmenn. Rannsókn sýndi, að af þessum 316 miljónum, sem búa í landinu, kunna aðeins tvær og hálf miljón að lesa ensku.. Hin- dustani er helzta túngumálið, en 1 Indlandi eru töluð 222 tungumál og málýzkur. 71% af þjóðinni lif- ir af landbúnaði, og er það miklu meira en flesta mun gruna. Flest þetta fólk veit ekkert sem skeður fyrir utan túngarðinn, og hefir engan áhuga á neinu nema því, aö halda við fornum hleypidómum um stéttaríg og hræðslu og hatur til þeirra, sem þeir „eiga“ að hata. Nefndin leggur mikla áherzlu á, að koma smám saman á í Ind- landi sjálfstjórnarfyrirkomulagi. Lýsir nefndin því, sem gert hefir verið í þessa átt. Svo er nú kom- ið, að um 90% af embættismönn- um í Indlandi eru Indverjar. Og Indverjar stjórna meira og meira upp á eigin hönd bæði heima í héruðum og landinu öllu. En þetta fer samt hægc og hægt, og Ind- verjar eru allra manna óþolin- móðastir. Þeir geta ckki hugsað sér að bíða eftir neinu hægfara sjálfstæði, heldur vilja fá þa5 strax. Telur nefndin það ekki geta náð nokkurri átt, því að þá myndi allt loga upp í styrjöldum og ó- sköpum. Einkum er mikið or5 gert á hatrinu milli Múhameðs- trúarmanna og Hindúa. Nefndarálit þetta mun vafalaust móta stefnu ensku stjórnarinnar í Indlandsmálum, og er æstum swarajistum þar ekkert gefið und- ir fótinn. KÍNA. Orsakir borgarastyrjaldanna. Áratugum saman hefir kín- verska ríkið staðið í óslökkvandi báli innanlandsstyrjalda. Hefir lærður Kínverji, Wen-Ying-peng, ritað merkilega ritgerð um orsakir þessara stöðugu innanlandsóeirðar einkum út af uppreisn „kristna hershöfðingjans“ Feng-Yu-hsianff gegn stjórn þjóðernissinna og forseta þeirra, Chiang-Kai-shek. Er minnst dálítið á þá uppreisn í Stefni 1,2, og er svo að sjá, sem ekki sé alveg búið að bíta úr þeirri nál eins og út leit um tíma. Wen bendir á kyrstöðu þá, sem verið hefir í Kína, er geri það að verkum, að allt fer á fleygiferð

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.