Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Blaðsíða 14
300
Frá Austur-Asíu.
[Stefnir
allt ríkið, og öll l>jóðin knýtt með
þeim hætti saman um sameigin-
leg áhugamál.
5. Erlend afskifti. Loks eru það
erlendu afskiftin af málefnum
Kína, sem jafnan hafa orðið til
þess að vekja sundrung. Erlendar
þjóðir, bæði Japanar og vestræn-
ar þjóðir, hafa iðulega stutt ein-
staka uppreisnar-höfðingja með fé
og öðru, til þess að fá því betra
tækifæri til þess að koma ár sinni
fyrir borð. Kína hefir verið skoð-
að sem nokkurskonar afréttur, þar
sem hver þjóð gæti leyft sér allt.
Er eftirtektarvert að athuga í
þessu sambandi, hvernig erlendar
þjóðir hafa komið sér fyrir í
samningum við Kínverja.
Kínverjar og forréttindi útlend-
inga.
Þau forréttindi útlendinga, sem
Kínverjum er verst við, eru þau,
að nokkrar þjóðir hafa áskilið sér
dómsvald í öllum þeim málum í
Kína, þar sem þegnar þeirra eiga
í hlut. Mun Kína nú vera eina rík-
ið, sem enn verður að þola þessa
smán. Bæði Tyrkland og Síam,
sem urðu að liggja undir þessu
sama, hafa nú afnumið þessi for-
réttindi. Og nú eru Kínverjar
einnig að mótmæla þeim.
Sagt er, að þetta hafi byrjað
með því, að sjómaður einn, sem
var á ameríksku skipi í höfninni
í Kanton, missti einhvern hlut úr
hendi sér út fyrir borðstokkinn.
Kínverji varö fyrir hlutnum og dó
af því. Sjómaðurinn var tekinn
fyrir kínverskan rétt, og með því
að enginn munur var gerður á
morði og manndrápi af slysi, var
sjómaður þessi vægðarlaust
dæmdur til dauða og kyrktur.
Þetta var um 1840, og upp úr
því kröfðust Ameríkumenn þess,
að mega láta ræðismenn sína dæma
í öllum málum Ameríkumanna í
Kína. Rússar höfðu áður gert
samning við Kína á svipuðum
grundvelli, en þó var sá mikli
munur á, að samningurinn var
gagnkvæmur. Kínversk yfirvöld
áttu sams konar dómsvald yfir
Kínverjum í Rússlandi. En nú
fengu Rússar þessu breytt a8
dæmi Ameríkumanna. Svo komu
Englendingar og svo allar aðrar
þjóðir, sem nokkra þegna áttu í
Kína eða viðskifti við landið.
Að Kínverjar létu þetta við-
gangast, stafaði bæði af sinnuleysi
þeirra og svo af því, að gamla
keisarastjórnin vildi helzt ekki
hafa neina útlendinga í landinu.
En úr því að ómögulegt var að
halda þeim frá landinu, var bezt
að hafa sem minnst mök vi3 þá-