Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Síða 24

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Síða 24
310 Ljóslækningar. [Stefnir undið er ekki litað af sólinni. f húðinni eru fíngerðir taugaend- ar, sem greinast út í hörundið ásamt háræðunum og örsmáum vöðvum, sem í sameiningu og sam- starfi gera húðina þurra og þyrk- ingslega, þegar kuldi verkar á hörundið, en mjúka og gljúpa, þegar heitt er eða þegar þörf er á því að kæla líkamann með út- gufun. Húðin heldur jafnvægi á hita líkamans, og er því starfi svo bezt vaxin, að lofti og sól sé iðulega leyft að leika um hörund- ið. Þess vegna eru loftböð svo þýðingarmikil og heilnæm fyrir alla, jafnvel þó sólar njóti ekki. Börn og unglingar, sem iðulega geta notið beinna áhrifa loftsins og sólarljóssins á líkama sinn nakinn, verða fegurri í vexti en ella. Vöðvarnir verða meiri og styrkari og sérstaklega verða þau lítt viðkvæm fyrir kvefsóttum og ofkælingu, sem þeim mönnum er hætt við, sem sjaldan sleppa ljósi og lofti að hörundinu. En þess verður ætíð að gæta jafnframt, að sofa ætíð í hreinu útilofti og ekki ofhituðu. Síðasta tilbreytingin í meðferð sjúklinganna í Leysin er sú, að dr. Rollier lætur sjúklingana vinna. Sjúklingarnir eru látnir hafa eitthvert starf með höndum, sem er við þeirra hæfi. Þykir þetta gefast vel alls staðar þar sem því hefir verið komið við. Þetta kemur í veg fyrir, að sjúk- lingunum leiðist. Þeim líður bet- ur og verða glaðari í bragði. Starfið og starfsgleðin, sem því fylgir, hefir góð áhrif á þá á margan hátt. í öllum menningarlöndum er nú orðið lögð hin mesta áhersla á loftböð og sólböð. Á baðstöðum er ekki síður lögð áhersla á loft- böð og sólböð, en sjávarböðin sjálf eða vatnsböðin. Árangur af þeim er allsstaðar hinn sami, aukin hreysti og bætt heilsufar. Erlendis þykir það ekki leng- ur „ófínt“ eða ljótt, að vera úti- tekinn ,eða brúnn á hörund eftir sólbruna. Það eru aðeins tísku- og tildursdrósir, sem leggja mikla stund á að vera drifhvítar í and- liti. Vér íslendingar erum nú ekki lengra komnir áleiðis í menn- ingu og menntun en svo, að hér þykir það fegurst og tískunni samkvæmast, að vera náhvítur út- lits, svo sem ekki væri blóðdropi til í mönnum, og ef menn eru svo lánsamir að vera það ekki eða jafnvel hvort sem er, er gripið til þess ráðs, að „púðra“ sig, sem kallað er. í kaupstöðum er þessi siður alltíður orðinn meðal ungra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.