Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Side 32
318
Hvert stefnir heimurinn?
fStefnir
með mannkyninu. Meðan þessi
heili fær að ráða, þessi hugar-
stefna, mun þessu halda áfram,
mótsögnunum og óskapnaðinum.
Menn munu halda áfram að koma
í lag og sundra aftur, byggja upp
og rífa jafnharðan, finna og týna
aftur, og blanda saman friði og
ófriði.
Þessi útsýn vekur þá spurning,
hvort svo skuli fram fara um ald-
ur og æfi. Og þá verður að svara
því, að þetta er alls ekki víst.
Því að það er annað orð, sem
grípur inn í rás viðburðanna, og
það er orðið leti.
II. Leti.
Letin er hneigð mannsins til
þess að forðast erfiði og beita hug-
viti sínu til þess að komast hjá
þreytu. Að þessu miða allar vél-
arnar, öll þessi margháttaða hag-
nýting náttúruaflanna. Að þessu
marki er keppt, þegar menn
grafa sig niður í' eðli náttúrunnar
og efnisins, og reyna að ná því í
sína þjónustu.
Fyrst taka menn dýrin í þjón-
ustu sína. En húsdýrin kosta sjálf
mikla fyrirhöfn og því snúa menn
sér frá þeim og leita til náttúru-
aflanna. Þau eru ekki annað en
orka sólarinnar í ýmsum mynd-
um, og það er nú komið á dag-
ijm, að bezt muni, að reyna að
hagnýta sólarorkuna beint og
milliliðalaust. Og svo fara menn
enn þá nær sjálfri uppsprettu
kraftarins og leitast við að hag-
nýta frumeindaorkuna sjálfa, án
þess að þurfa að sækja hana til
sólarinnar.
Þá verða allir jafn-sterkir. Það
var mikil bylting, sem varð, þeg-
ar óbreyttur liðsmaður gat skotið
kúlu gegnum brynjaðan riddara.
Sama byltingin fer nú sífelt fram
fyrir augum okkar, og birtist
meðal annars í því, að hin fornu
handverk, sem geymd voru inn-
an þröngra flokka, eru að verða
allra eign. Það þarf mörg ár til
þess að koma upp hæfum korn-
skurðarmanni, en menn læra a
nokkrum vikum að stjórna korn-
skurðarvél.
- Tíu ár þurfti til þess að hægt
væri að trúa manni fyrir póst-
vagni. Á tveimur árum læra menn
að aka gufuvagni. En það þarf
ekki einu sinni hálft ár til þess
að maður verði fær um að aka
vagni, sem knúinn er rafmagni.
— Verkamaðurinn er hættur að
horfa á handverksmanninn eins
og eitthvert furðuverk, alveg eins
og handverksmaðurinn hætti fyr-
ir hálfri öld að líta upp til öku-
mannsins á aðalsetrinu. Svona