Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Page 39

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Page 39
Stefnir] Alþingishátíðin. 325 ar nefndin var að undirbúa há- tíðina. En þetta 'var bein afleið- ing þeirrar ákvörðunar, að hafa hátíðina á Þingvöllum. Það var fyrsta vandamál nefnd- arinnar, vandamál, sem ráða þurfti til lykta áður en nokkuð annað yrði gert: Átti að halda hátíðina á Þingvöllum eða í Reykjavík, eða á báðum þessum stöðum? Skal ekki fara hér frekar út í þetta mál, en það varð ofan á, að taka þann kostinn, sem að vísu var mest vogun, en líka mestur sigur, ef vel gengi, að hafa allan meginþunga hátíðahaldanna á Þingvöllum og búa þar allt und- ir ])riggja daga mannfagnað. — Mjög mikið af starfi nefndarinn- ar gekk svo út á það, að gera það mögulegt, að reisa þarna bráða- birgðabæ í óbyggðum, þann fjöl- mennasta bæ, sem verið hefir á íslandi. Og aðstaðan var ekki betri en það, að það var ekki hægt að finna svo mikið sem tjaldstæði fyrir nándarnærri þennan mann- fjölda, nema talsverðan spöl frá sjálfu hátíðarsVæðinu. Varð þetta «1 dálítilla óþæginda við hátíða- höldin, en við því var ekki hægt að gera, úr því að nefndin hafði ekki verið viðstödd og átt íhlutun- arrétt ])egar staðurinn og um- Sigurður Thorarensen gllmukóngur.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.