Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Page 40

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Page 40
326 Alþingishátíðin. [Stefnir hverfið á Þingvöllum var að myndast. Eftir því sem nær dró hátíðinni færðist starfið frá nefndinni meira og meira yfir á fram- kvæmdarstjórann. Þá var búið að draga allar línurnar og eftir að framkvæma margt, en þó kom jafnan eitthvað nýtt, sem ráða þurfti fram úr. Er óhætt að segja það, að samstarf framkvæmdar- stjórans og nefndarinnar var svo framúrskarandi gott, sem hugsan- legt er. Enda myndi hafa sést, hvernig farið hefði, ef þar hefði út af brugðið, eða ef maðurinn, sem í því rúmi „sat“, að eiga að annast framkvæmdirnar, hefði á einhvern hátt bilað. Eins og fór var það hið mesta lán, að þessi djarflega ákvörðun var tekin, að hafa hátíðina ein- mitt á sjálfum Þingvöllum. Hátiðin. Blöðin hafa nú fyrir löngu lýst því, sem fram fór á Þingvöllum, svo greinilega, að engin ástæða er til þess að vera að rifja það upp. Veðrið var yfirleitt mjög gott, og það var megin skilyrði fyrir því, að ánægjulegt yrði að vera á hátíðinni. En þegar meta skal, hvernig hátíðin hafi „tekizt“, verður að- allega að líta á tvær hliðar. Önri- ur er sú, sem snýr að landsfólk- inu, en hin sú, sem snýr að út- lendu gestunum. Báðar þessar hliðar eru mikilsverðar. Hátíðin var auðvitað fyrst og fremst þjóðhátíð. Hún var haldin í þeim tilgangi, að þessi einstæði viðburður yrði íslendingum sjálf- um sem minnisstæðastur og á- nægjulegastur. Við það miðaði nefndin mest af undirbúningi sín- um. Reynt var að láta þarna koma fram sem mest af því, sem vænta mátti, að menn víðsvegar að af landinu, hefði gaman af og gæti búið að lengi síðan. Því var vand- að til sönglistar og hljóðfæra- sláttar eins og föng voru til, og er óhætt að segja, að betri söng- ur og hljóðfærasláttur hefir al- drei heyrst áður hér á landi. Sama má og segja um íþróttirn- ar, að þar var sýnt það, sem vænta mátti að menn hefði mesta ánægju af að sjá. Flugeldum var brennt, svo aldrei hefir áður hér sést neitt líkt. Sýnt var bjargsig, listsund, vikivakar og dans stiginn, að ógleymdri sögulegu sýningunni. Þá var og stillt svo til á hátíðar- skránni, að kvöldin væri laus til héraðsmóta hverskonar.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.