Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Qupperneq 60
346
Ráðsmaður og úlfur.
[Stefnir
ar, eða þá hirðuleysingjar um fé
landsins eða „ríkisins".
Nýlega kom sú fluga á kreik frá
einum þjóðnýtingarmanninum, að
það opinbera ætti að styðja bænd-
ur til að þeir eignuðust vélar og
rækju búskap í sameiningu að ein-
hverju leyti. Það mun hafa vakað
fyrir þessum náunga, að færa
sveitabæi saman í nokkurskonar
þorp. —
Vörður flutti í fyrra ritgerð
eftir bónda í Húnavatnssýslu, sem
stakk upp á því, að bændur
reyndu félagsbúskap, 2 eða fleiri.
Hann vitnaði til Mývetninga, sem
væru í tvíbýli og fleirbýli, og
hugði hann, að þar mundi vera
búið í félagi. En því fer fjarri.
Hér í sýslu er hverri jörð skift,
gæðum hennar og gögnum. Hver
fjölskylda vinnur út af fyrir sig
alla vinnu, nema ef telja skyldi
samanrekstra búfjár. — Skyldi
þessi skortur á félagsskap stafa
af flónslcu og þráa? Ekki er það
sennilegt. Ef þarna væri hjálp-
ræði, mundi fólkið finna það.
Bændur sameina sig um jarð-
yrkjuvélar en ekki um sláttuvélar.
Hvers vegna? Vegna þess, að
sláttuvélar þarf að nota svo að
segja daglega. Þörfin er þannig,
að hver fjölskylda — þ. e. a. s
bóndi — þarf að fá slátt, þegar
eigi er um hey að hirða og þarf-
irnar rekast á, ef um þarf að
semja. Þar sem tvíbýli er, verð-
ur sjaldan eða ekki ,jafnað sam-
an fólki, þ. e. liði. T. d. eru börn
mismörg og á misjöfnum aldri.
Þá eru þeir fullorðnu misjafnir að
áhuga, dugnaði og ráðkænsku. —
Hver bóndi vill ráða vinnuaðferð-
um, heydreifslu, þurki, hvort tek-
ið er saman og hvernig. Sumir
vilja vinna stutt en hart, aðrir
lengi en hægt.
En svo erfiðlega sem það geng-
ur að félagsskapur geti þrifist
utanbæjar, er þó vandinn meiri
að koma honum við innan bæjar.
Þar strandar hann á óteljandi
smámunum kvenlegrar viðkvæmni
og barna-missættis. Eg drep á
innanbæjar árekstrana vegnaþess,
að Halldór, sem kallar sig Kiljan
Laxness, stakk upp á því í blaði
eitt sinn, að 10 fjölskyldur skyldu
sjqða graut í einum potti, og
myndi þá vel vegna. Hann jarð-
söng þó og moldaði þessa hug-
mynd sjálfur litlu síðar — þessa
grautarhugmynd. Sú jarðarför fór
fram vestan hafs. Þannig gengur
það, að sjálfir flugnahöfðingjarn-
ir trúa ekki stundinni lengur á
þær flugur, sem þeir unga út. -—
Húsbændur og húsmæður, sem
reynt hafa hve erfitt er að gera