Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Page 70

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Page 70
356 Gersemar sveitaþorpsins. [Stefnir óstinnt. En það eitt varð henni að orði, að ekki væri að henda reiður á skrumi ölvaðra manna. Hún vissi, að faðir hennar mundi umsvifalaust reka þann velska úr vistinni, ef hann kæmist að þessu. Og hún vildi ekki, að honum væri flutt slíkt marklaust veitingahúss- þvaður, sem hún mat sjálf að engu. Og svo lét hún þetta sem vind um eyrun þjóta og leiddi hinn velska hjá sér eins og áður. En þeir Andrés og Sepper og Marteinn höfðu fengið horn í síðu „hins svarta“ — en svo nefndu þeir Luigi — og gátu ekki setið á sátts höfði við hann. Svo kom vínuppskeran. — Það hafði verið óveður eina nótt og heljar-mikil björg fallið niður úr fjallinu á veginn bak við hús Péturs Melzers. Nú voru húskarl- ar að ryðja veginn, en stúlkur á akri og söknuðu hins velska. Undir kvöld var búið að ryðja veginn að mestu og lét Melzer bera húskörlunum vín út þangað, því að þeir höfðu haft erfiði mik- ið um daginn. Og vasklega hafði hinn velski gengið að verkinu. En meðan þeir eru að drekka, byrja þeir á ný að erta hann á önnu Resí. Þeir spyrja hann, hve marga kossa hann hafi fengið hjá henni síðan seinast? Það muni vera auð- velt að telja þá. Og þeir bæta því við, að nú hafi þeir orð önnu Resí sjálfrar fyrir því, að hún virði hann að engu, sem hvern annan drykkjugortara.-------Og marga fleiri ósvinnu láta þeir fjúka. Þá er það, að hann sprettur upp snögglega, þeytir vinglasinu á veginn, svo að það molast mél- inu smærra, ranghvolfir augunum, kreppir hnefana, svo að neglurn- ar læsast í lófana og þýtur heim að húsinu. Húskarlarnir verða hljóðir við — og hræddir. Þeir vita, að þeg- ar þessi gáll er á honum, þá er honum tamt að þrífa til hnífsins. Þeir líta hver á annan, rísa á fset- ur allir í senn og fara á eftir honum. Nú vill svo til, að stúlkurnar höfðu lokið dagsverkinu á akrin- um og voru allar komnar inn, nema ein. Anna Resí, sem ætíð var fyrst og síðust að verki, stóð enn í vín- hlöðuganginum, með sigðina 1 hendinni og berjapokann bundinn um mittið. Allt í einu er hinn velski kom- inn í hlöðudyrnar — með flaks- andi hár, eldlegt augnaráð og

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.