Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Side 73

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Side 73
Stefnix] Gersemar sveitaþorpsins. 359 irin flóðborna og Anna Resí, sem leitað var hjá huggunar og trausts ekki einungis hjer í þorpinu, held- nr og mörgum nálægum byggðum. I>að mun og ósjaldan hafa flog- ið ýmsum í hug, að engu væri lík- ara, en að Guðsmóðirin hefði brugðið undir sig fótum og gengi þar meðal manna í gervi Önnu Resí, til að líkna og lækna og gera öllum gott. — Nú liðu víst ein átta eða tíu ár. Andrés og Sepper og Marteinn voru fyrir löngu teknir í sátt, kvæntir og farnir að búa — en ekki var keisarinn kominn í gull- vagninum til að sækja önnu Resí. Engum hefði þó komið það á ó- vart, enda þótt öllum væri kær- ara, að hún dveldi þar áfram. Já — — og svo andaðist Pétur kíelzer. Við erfi hans var útbýtt gjöfum svo miklum, að slíks voru ekki dæmi. Guðsmóður-klaustrið fékk vinviðu marga og kastaníutré, og íátæklingarnir ríflegar fégjafir. i.Aðrir taka föðurarf með mæðr Uln sínum og systkinum“, mælti Anna Resí. „En eg tek minn arf Weð Guðsmóður og míwwn syst- kynum“. Það voru fátæklingarnir, sem kún átti við, og hún gaf þeim á ^áðar hendur. Því, sem hún hélt eftir, stjórn- aði hún með snilld, og bjó eins og drotning í stóra húsinu hvíta. Ekki svo að skilja, að hún mikl- aðist af hag sínum og gengi, þó að þess kunni að hafa sýnst vott- ur áður fyr. Þvert á móti varð hún æ Ijúfari og lítillátari, eftir því sem'árin færðust yfir. En nú — segir öldungurinn og tekur út úr sér pípuna, eins og til að endurnýja málstyrk sinn — já, nú ber mig að því allra ein- kennilegasta, því, sem enginn mundi hafa trúað, ef ekki væri sannreynt. En satt er það. Og því má eg ekki heldur draga dulur á það. Nokkur tími var liðinn, frá því að Pétur gamli dó og var grafinn. Þá bar svo til eitt sinn um vorið, að ein vinnukonan kemur inn til önnu Resí og segir, að beininga- maður sé fyrir dyrum úti, í úlpu mikilli og tötralega til fara. „Leiðið hann inn“, segir hún, „og berið honum brauð og vín“. Stúlkan gerir sem henni var boðið. En hann kvaðst vera iðr- andi syndari, á pílagrímsferð til Móðurinnar flóðbornu og ekki mega neyta neins, fyrr en hann sé búinn að fá fyrirgefningu synda sinna. Hann spyr þá, hvort hann geti

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.