Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Side 78

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Side 78
364 Gersemar sveitaþorpsins. [Stefnir teutids kaffibaehr er sá besH: | oblandaW, ilmandi.heilnaemur Heildsölubirgðir fyrir kaupmenn og kaupfélög hjá 0. JOHNSON & KAABER Svo langt var þá komið, og mun margur hafa átt erfitt með að sætta sig við fregnina, segir öldungurinn. En þar sem þetta var vilji önnu Resí, þá hlaut það eigi að síður að vera vel ráðið! Og nú, er hún gekk til kirkj- unnar, með sexfalda festina um hálsinn og silfurörina í hárinu og hinn velska við hönd sér — í úlp- unni miklu og með gatslitna skó —, þá elskuðum við hana og virtum, engu síður en áður. Þannig skyldi hann vera til fara, er hann vígðist henni — fyrir allra augum. Síðan mætti skifta um gervi. Hún hafði sínar ástæður til að óska, að svo væri — og svo lét hann hana ráða og gekk við hlið hennar í ferðaúlpunni sinni — sem verið hefði keisarinn sjálfur í gullvagni! Hún var Ijúfari og sviphreinni en. nokkru sinni áður — sem hvergi bæri skugga á í sálu henn- ar.------ Margt er gott í fari hins velska, segir öldungurinn. Því hefi eg jafnan haldið fram. Og aldrei hefir það borið við síðan, að hon- um hafi orðið laus hnífurinn, né að hann hafi neytt áfengis um of, að minnsta kosti ekki svo mér sé kunnugt. En mest af öllu er þó um það

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.