Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Page 80

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Page 80
UM DAGINN OG VEGINN. Eftir ritstjórann. Heimsókn loftskipsins mikla, Zeppelíns greifa, til Reykjavíkur, daginn, sem verið var að telja at- kvæðin í landskjörinu, 17. júlí, rifjaði enn upp í huga manns þá geysilegu breyting, sem orðin er á öllu hér á landi á fáum ára- tugum. Sá, sem þetta ritar, er nú rúmlega fertugur að aldri, og hann var þó kominn yfir ferming, er hann sá fyrst svo merkilega hluti sem reiðhjól og síma. Nú líta menn ekki við, þó að bifreið fari fram hjá, þykir ekkert þó að flugvél fari um. Zeppelín greifi er mesta furðu- verk, sem hér hefir sézt, og hvar sem hann fer um í veröldinni, safnast saman múgur og marg- menni, er hann kemur. Þegar hann fór fyrst yfir heimsborgina New York, þar sem menn eru vanastir öllum undrum, ætlaði allt af goflum að ganga. Og því er ekki að neita, að það er stórkost- Jeg sjón, að sjá þetta silfurblik- andi ferlíki svífa um blátt loftið eins og fisk í sjó. 150 metrar kvað það -vera að lengd, og farþega- klefinn, sem byggður er undir fram-enda belgsins, og rúmar marga tugi farþega, sýnist eins og lítill stokkur. Heimsóknin var stutt. En hún var eins og gustur utan úr hinum stóra heimi, fyrirboði mikilli tíð- inda. Island er komið svo nærri öðrum löndum, að sigla má í lofti á fáeinum klukkutímum. Loftsigl- ingar og þráðlaus skeyti eru að gerbreyta öllu lífi manna á þess- ari jörð, nema einangrunina brott og allt sem henni fylgir, illt og gott. ísland getur ekki lengur notið fjarlægðar sinnar frá öðr- um löndum, né heldur þarf hún að standa því fyrir þrifum lengi hér eftir. ísland verður nú hér eftir að njóta vitsmuna og dugn- aðar íbúa sinna og treysta þeim

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.