Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Side 90

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Side 90
376 Kviksettur. [Stefnir SwnsnKfi v n l d n r VIRGINIA Cigarettan scm allir biðjd um nú. hvað hann átti að taka fyrir. Hann vissi ekkert hvað við átti í þessum félagsskap. „En að við förum í Alhambra eða eitthvað þess háttar?“ sagði hann. „Það er fallegt af yður að bjóða mér“, sagði hún, „en eg veit þér gerið það bara til þess að geðjast mér. Nei, það er ekki rétt af yður að fara á skemmtun einmitt í kvöld. Eg sagði ekki að eg væri laus í kvöld af því að eg væri að mælast til neins. Nei, eg ætla að fara heim“. „Eg skal fylgja yður heim“, svaraði hann, alveg óhugsað. „Viljið þér það? Getið þér það?“ Og hún kafroðnaði. Hann fylgdist með henni eftir hliðargötu og þar komu þau að stöð, sem var allt öðru vísi en Priam Farll hafði nokkru sinni séð áður. Hún var lögð hvítum leirhellum eins og matarbúð og hrein eins og hún væri nýkomin frá Hollandi. Þau keyptu farmiða til einhverrar stöðvar, sem Farll hafði aldrei heyrt nefnda á nafn og fóru inn í nokkurskonar skáp og skall járnhurð á hæla þeim. Framundan var dimmur gangur og hendur bentu í áttina áfram og' letrað við: „Lyftur“. „Áfram'* var kallað innan úr myrkrunum.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.