Sagnir - 01.04.1980, Blaðsíða 3
Helgi Skúli Kjartartansson
Sagnfrædi,
af hverju
til hvers
Sagnfræði sem sjálfstæð
rannsóknargrein held ég sé með-
al þess menningarlega munaðar
sem tíðkast meðal vor, að
nokkru leyti af hefð eða vana
°g mörgum til nokkurs yndis-
auka, en varla til neinna á-
þreifanlegra nytsemda eða bóta
fyrir fólk eða þjóðfélag.
Ég held það sé erfitt að
sýna fólki fram á að því sé
hollt eða þarflegt að hafa á-
huga á sogu, en svo vill til að
raargir hafa hann sarat. Sá
ahugi á sér marggreindar rætur.
Að nokkru leyti er hann arftek-
ið raenningargóss eða sprottinn
af kynnum við sagnaritun fyrri
kynslóðar, en þó er hann ekki
siður vaxinn úr samtíðinni
sjálfri. Þar eru hvarvetna
heimildir og leifar sögunnar
sem kalla á skýringar, og hvað
eina sem athygli þykir vert í
samtíðinni vekur áhuga á því í
íortíðinni sem líkt er eða ó-
likt eða tengt þróunartengslum;
loks er söguáhugi ein leið til
að flýja samtímann.
Þessi áhugi er sem sagt stað-
reynd. Svo vill ennfremur til,
að 1 menningu vorri er landlæg
virðing fyrir sannindum umfram
heilaspuna; enn fremur mjög
ákveðnar hugmyndir um það
hversu komast megi að sem
traustastri þekkingu og tró-
verðugustum skilningi á hlut-
unum, nefnilega með sérhæfðu
rannsóknarstarfi af þv£ tæi sem
kallað er vísindalegt eða fræði-
legt og lýtur of margvíslegum
aðferðar- eða leikreglum til að
þær verði ræddar hér. Það er
því ekki einungis arftekin upp-
ákoma, heldur næsta eðlileg
niðurstaða, að söguáhuganum
fylgi sagnfræðirannsóknir, svo
að söguþekkingunni verði hald-
ið í einhverju skikkanlegu sam-
ræmi við hugsunarhátt, áhuga-
mál.og tiltækar upplýsingar á
hverjum tíma; annars yrði hún
blöskranleg frá því sjónarmiði
sannleiksástar og vísindahyggju
sem raenning vor játast undir.
En ef söguáhuginn hjaðnaði
nú og með honum sagnfræðin?
Eða sögurannsóknir legðust nið-
ur svo að menn notuðust enn
meir en nú við úreltar hug-
myndir og illa grundaðar um for-
tíðina? Eða hver eru hin raun-
verulegu áhrif sagnfræði og
sagnaritunar út fyrir sín eigin
vébönd; eru þau kannski veruleg
og gagnleg og jafnvel hin eina
og sanna réttlæting fræðigrein-
arinnar?
Vissulega er saga og sagn-
fræði notuð í margvíslegu skyni*
sjálfsagt bæði til gagns og ó-
gagns eins og gengur, og er þá
umhugsunarvert hvort gagnið um-
fram ógagnið réttlæti erfiðið
sem til sagnfræðinnar gengur.
Það er a.m.k. augljóst af
starfi sagnfræðinga að það er
unnið eins og þekkingin hafi
gildi í sjálfri sér; þeir rétt-
læta.sjaldan verkefnaval sitt
né rökstyðja niðurstöður raeð