Sagnir - 01.04.1980, Page 9

Sagnir - 01.04.1980, Page 9
skólana og fjölbrautaskólakerfið, og þá þætti mér ekki ósennilegt að maður með almenna sögu og þetta sérsvið gæti sameinað það tvennt í kennslu. Annað er það, að listsögunám er langt og dýrt, og með sl.íku 30 ei ninga sviði gætu menn sparað sér talsvert upphafsnám erlendis, nú, og svo þjóðina gjaldeyrií Alla vega hefur ekki vantað áhugann hjá þeim hópi sem ég hef kennt listasögu undanfarin ár; margir sitja þar ár eftir ár, án þess að nám þeirra og Próf sé reiknað til nokkurra eininga. Væri þetta tvennt þá sam- ræmanlegt, útvíkkun listfræð- innar, í sérstakt BA-svið, og svo hitt að mynda sérstaka menningarsögubraut innan sagn- fræðinnar? Hið fyrra gæti orðið góð forsenda að því síðara. Að við- bættri þjóðhátta- og fornleifa- fræði væri þá komið langleiðina í slíka skiptingu. Að lokum, Björn, -kannski dálítið kjánaleg spurnig: Hvað er list? List er ákveðin tegund af sjálfstjáningu og miðlun til annarra, líkt og mælt mál er ákveðin tegund af miðlun. Ég hef á öðrum stað svarað því svo, að hlutverk lista sé sú miðlun, að færa hinn mynd- lausa nýgróður mannfélags í form og veita honum skilgreinda merkingu, um leið og aukið er á gildi hans með forminu sjálfu. Vilfred Friborg Hansen Saga í dönskum skólum Heimildarýni óhætt mun að segja að sögu- hennsla í Danmörku sé nú á roiklu breytingaskeiði. Við lok 7. áratugsins jókst oánægjan með kerfis- og tíma- bilabundna yfirferð og stórar yfirlitskennslubækur ("ártöl °g kóngarunur") sem einkennt höfðu greinina ’oæði í grunn- skolum og menntaskólum<, í byrjun 8. áratugsins varð lausnarorðið heimildalestur. Aðalatriðið skyldi verða að henna nemendum aðferðafræði sagnfræðinnar, að láta þeim í tó verkfæri, sem þeir gætu nýtt sér til þess að verða nokkurs vísari um samfélagið, einnig þegar skólagöngu lyki. Með að- stoð heimildanna áttu nemend- urnir að geta myndað sér eigin skoðun á "hinum sögulega sann- leik". Þeir áttu að kynnast því af eigin raun, að sagan er enginn endanlegur sannleikur, heldur viðfangsefni, sem túlk- að er á marga mismunandi vegu. Á þennan hátt átti með til- styrk sagnfræðinnar að vera unnt að venja nemendur við að

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.