Sagnir - 01.04.1980, Side 11

Sagnir - 01.04.1980, Side 11
leiðsluháttum, sem ríkt hafa í samfélaginu í tímans rás, allt frá veiðimanna- og safnaraþjóá- félaginu til lénsskipulags og iðnaðarþjóðfélags. Viðhalda skyldi heimildarýni, en leggja aherslu á grunnheimildir og. lesefni, sem sýndi ólík sjónar- mið gagnvart vandamálum í sög- unni, aetti að verða mikilvægur þáttur í kennslunni. Samtök sögukennara í fram- haldsskólum söfnuðu þessum straumum í einn farveg í um- ræðuhefti af málgagni sínu "Noter" nr.49, 1976. Blaðið var sent stjórnmálanönnum, emb- ættismönnum og fjölmiálum. Um- ræðan hefur síðan haldið áfram og er þá þetta tölublað af "Noter" oft lagt til grundvall- ar . Nýjgsti þáttur umræðunnar var viðamikil ráðstefna um sagnfræðina sem kennslugrein, haldin af sögukennurum við grunnskóla, framhaldsskóla og kennaraháækóla í sameiningu. Þangað var boðið bæði stjórn- málamönnum og embættismönnum, sem vinna að þeim breytingum á menntun 16 - 19 ára unglinga, sem nú standa fyrir dyrum. Breytingar Það hefur einkennt txmabil- ið eftir 1975-6, að sögukennar- ar úr grunnskólum og mennta- skólura hafa unnið saman að því að fá heildaryfirsýn yfir stöðu greinarinnar í 12 ára löngum menntunarferli. Að sjálfsögðu þótti báðum hópum í upphafi að verkefnið væri hvorki meira né minna en að bjarga tilvist sögukennslunnar í menntuninni. Margir létu í ljósi hræðslu um að upprennandi væri ný kynslóð sem engan áhuga hefði á sögu eða yrði e.t.v. beinlínis sögu- fjandsamleg. Þessar fjörugu umræður hafa að sjálfsögðu leitt til öflugr- ar styrkingar á stöðu greinar- innar á opinberum vettvangi. Stjórnmálaákvörðun sú, sem tek- in var í fyrra, um að saga skuli verða skyldunámsgrein í 8. og 9. bekkjum grunnskóla, sýnir þetta glöggt. Enginn vafi er á því, að um- ræðan hefur valdið breytingum á sögukennslu. Krafan um "þró- unar- og samhengisskilning" er nú mjög almennt viðurkennd, bæði í grunnskólum og fram- haldsskólum. Þessi breyting á umfjöllun greinarinnar hefur getað orðið í framhaldsskólunum algjörlega án breytinga á mark- lýsingum ráðuneytisins. Það er ef ti1 vill einn stærsti kost- urinn við grein okkar, að okkur - t.d. samanborið við aðstæður í norrænum nágrannalöndum okkar - er svo vítt stakkur skorinn £ marklýsingum, að greinin hef- ur getað lagað sig að þeim straumum, sem bærast innan hennar - straumum, sem auðvitað spegla strauma £ samfélaginu sjálfu. Að loknum breytingum á grunnskólanum árið 1975 stöndum við nú andspænis breytingum á framhaldsskólamenntun. Víða um land eru nú gerðar fjölbreyti- legar tilraunir með nýja greina- og stundaskiptingu í menntaskólum, ný prófform og einnig nýjar leiðir í umfjöll- un námsefnis í sögu. Það at- riði sem helst er óljóst hvað varðar söguna er sennilega hvort hún eigi að verða sér- stök námsgrein eftir breyt- inguna eða hvort hún eigi að verða hluti nýrrar námsgreinar ásamt t.d. félagsfræði, landa- fræði og líffræði. í nokkrum skólum eru einnig gerðar til- raunir með að samþætta söguna við trúfræði, fornfræði og dönsku . Það er að sjálfsögðu ófyrirsegjanlegt á þessari stundu, hvaða afleiðingar það mun hafa fyrir vinnuskilyrði okkar og atvinnuöryggi, ef kennslugrein okkar breytist í sögulega "vídd" innan nýrrar og stærri greinar. frh. á bls.56

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.