Sagnir - 01.04.1980, Side 13

Sagnir - 01.04.1980, Side 13
í ákveðna pólitíska átt. Hann gæti ekki sagt frá þeim öllum til að sanna mál sitt, en hann mundi velja dæmi sín x réttum hlutföllum. Leiði það til þess að hæstiréttur setji ofan í hug- um lesenda er það ekki sök sagn- fræðingsins, heldur hæstaréttar. í raun eru mörkin milli heiðarlegrar notkunar og mis- notkunar á sögunni æði tniklu vandfundnari en í þessu tilbúna dæmi. Þar kemur það meðal ann- ars til að sagnfræðingum er gefin takmörkuð sjön, eins og öðrum mönnum. Mikið af því sem heíur verið skrifað um íslands- sögu síðustu hundrað árin mun hafa þjónað þeim tilgangi að reisa og styrkja sjálfstætt borgaralegt ríkisvald á íslandi. Sagan hefur að miklu leyti ver- ið sett á svið sem barátta £s- lensku þjóðarinnar við útlent vald. Aukin framleiðsla og tækni hafa verið lófsungnar. Ég efast ekki um að sögubóka- höfundar hafi séð söguna á þennan hátt sjáifir, og ég gæti best trúað að fáir þeirra hafi nokkru sinni visvítandi leynt efni,af því að það spillti^ þessari mynd. Þjóðleg barátta og verklegar framkvæmdir voru þeim einfaldlega aðalatriði sögunnar, hitt var undantekning— ar eða smáatriði. Einsýni þjóðlegu sagnfræð- inganna þjónaði sýnilega póli- tískum tilgangi, og hæfni okkar til að sjá í gegnum hana nú stafar vafalaust af því að þessi tilgangur liggur okkur ekki eins þungt á hjarta. Sum okkar kunna beinlínis að vera andvíg honum. Engu að síður held ég að við verðum flest að viðurkenna, ef við hugsum okkur um, að tilgangur þjóðlegu sagn- fræðinganna hafi verið góður á sínum tíma, pólitisk markmið þeirra þörf og nauðsynleg. Ætli við sem nú skrifum sögu megum ekki vel við una ef við fáum sömu eítirmæli? bór Whitehead Fyrri spu~ningunni hlýt ég að svara játandi. Það líður ekki svo dagur, að sagan sé ekki "notuð" í stjórnmálatil- gangi. Vandamál líðandi stund- ar eiga flest rætur í fortíð- inni, og sagnfræðin hefur því notagildi í pólitískum rökræð- um. Sagnfræðingar taka einatt Þátt í umræðum samtímans, hver með sínum hætti. Ég get tekið mér í munn orð Einars Benedikts- sonar: "Að fortíð skal hyggja,/ef frumlegt skal óyggja... ". Af þessu má ráða, að ég tel eðlilegt, að sagan sé notuð í pólitískum tilgangi, en set þó ymsa fyrirvara við slxka notk- un. sá helsti er þessi: Menn mega aldrei líta á sannleikann sem afstætt hugtak. Lýsing á sógulegum staðreyndum er annað- hvort sönn eða ósónn. Þessi regla er óháð því, að við höfum öll okkar viðmið, og hver kyn- slóð skrifar söguna eftir sínu höfði. Sagnfræðinni, eins og öðrum fræðigreinum eru sett margvísleg takmörk í leitinni að sannleika. Lýsingar okkar á sögulegum staðreyndum eru ó- fullkomnar, en það merkir ekki, að þær séu allar jafngildar. Annar fyrirvari, sem ég hef á því að nota söguna í stjórn- málatilgangi, er náskyldur hin- um fyrri; Engin kenning er tæmandi eða endanleg. Her er í rauninni komið að kjarna vísind- anna. Framþróun þeirra verður við það, að kenningum sé hnekkt. Þessi íyrirvari hefur mikið gildi á okkar dögum. Ein höfuð- stjórnmálahreyfing samtímans játar enn trú á "lögmál" Karls

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.