Sagnir - 01.04.1980, Síða 22

Sagnir - 01.04.1980, Síða 22
þær raunverulegu aðstæður sem þær eiga sér stað, þ,e. að- stæður ákv„ fjölskyldna í staðbundnu samfélagi. Með f,jöl- skyldumyndunaraðferðinni fær rannsakandinn hins vegar hreyft- mynd af breytingarferlunum. Ein- stök atvik er hægt að skoða í ljósi tiltekins undanfara,t.d„ hvenær fyrsta fæðing hefur átt sér stað rniðað við inngöngu kvenna í hjónaband(eða við trú- lofun þeirra). Samfara þessum sjónarhorns- skiptum færist athugun á hegð- un manna gagnvart lífi og dauða í miklu nánara samhengi við sjálft félagsumhverfið. Þannig mætti sýna fram á að áhugi aka— demískra sagnfræðinga á byggða- og staðarsögu hefur vaxið nokk- urn veginn í takt við viðgang sögulegrar lýðfræði,enda eru heimildir hennar einhver greið- asti inngangur í fortíð ákveð- ins byggðarlags. 1 byggðasögu- legu samhengi gefst svo kostur á að nýta margvíslegar heimild- ir sem varpa ljósi á umgjörð og lífsaðstæður hinna tölfærðu kynslóða. "Nú þegar eru sögu- legir lýðfræðingar farnir að skrá á bakhlið fjölskyldu- spjalda sinna eða á hliðar- spjöld hvað eina sem þeir hafa fundið í skjalasöfnunum:árlegar skattgreiðslur,upplýsingar um jarðeignir úr jarðabókum,h.jú- skaparskilmála, það sem lesið verður úr skrám yfir dánar- og skiptabú. Á þennan hátt má vænta að til verði félagssaga í hnotskurn sem er líkleg til að hrófla við margri vanahug- myndinni" (Dupaquier,126).Með þessu móti hefur söguleg lýð- fræði líka stuðlað mjög að sam- starfi manna af ólíkum fræða- sviðum sem taka einstök samfé- lög fortíðar til ítarlegrar skoðunar (32). í þriðja lagi er að geta þess óvænta ávinnings sem af sögulegum lýðfræðirannsóknum hefur leitt varðandi þekkingu á hugarfari og siðferði for- tíðarmanna; óvænt má segja vegna þeirrar útbreiddu skoð- unar að tölvuvinnsla sögu- legra gagna sé "andlaus" iðja er útiloki af sjálfu sér athug- un á jafn huglægum fyrirbærum. En þess er að gæta að talna- raðirnar sem spretta upp af prestþjónustubókunum eru í raun og veru útskrift á mannlegu hátterni sem vísar aftur til atferlisvaka. "Hið nýstárlega við þessa tölfræðilegu með- höndlun er að það sem alla jafnan verður ekki mælt,en tryggir samræmi í hegðun manna, þ .e .kynlíssiðferði og viðhorf til lífsins,verður hluti af Útreikningnum." (Burguiere, 84). Frjósemistölur má þannig nota að vissu marki (sbr.ath.27) sem mælistiku á samfélagssið- ferði,ekki einasta þær tölur sem sýna afbrigðilega hegðun, eins og getnað fyrir stofnun hjúskapar eða óskilgetni,held- ur og árstíðabundnar sveiflur getnaða þar sem trúarleg höft hafa á annað borð gilt um kyn- mök hjóna á vissum árstíma (33). Loks ber að minnast þess sem ber einna hæst þegar rætt er um fræðilega ávinninga greinar- innar, en það er hin stóraukna þekking sem hún hefur fært mönnum um gerð og eðli hefð- bundinna þjófélaga fyrir daga iðnbyltingar. Þessa ávinninga má aftur rekja til þeirrar smá- sjárskoðunar sem aðferðir greinarinnar gera mögulega. Þar sem fólksfjöldasaga sýndi sam- ræmi með landsméðaltölum sínum, hefur söguleg lýðfræði leitt í 1 jós sundurleitni og frávik eftir byggðarlögum og þjóðfélags- stéttum. Og ýmsar útbreiddar hugmyndir sem þrifust í skjóli vanþekkingar á fjölskylduhátt- um og hegðun í daglegu lífi, eins og þær að giftar konur hafi alið börn í sararæmi við náttúrulega frjósemi,þriggja ættliða fjölskyldur hafi verið ríkjandi fjölskylduform (34) eða algengast hafi verið að menn byggju í fæðingarsókn sinni til æviloka - slíkar hug-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.