Sagnir - 01.04.1981, Page 30
28
andstæðum annars staðar að„ Yfir-
bragðið verður öðruvísi í Árnagarði
en Sviðinsvík, en það er mest af
því að aðstæðurnar eru ólíkar, sjón-
deildarhringur og viðhorf önnur. í
innsta kjarna sínum er tilgangur
söguritunar líklega alltaf sá sami.
Er þá einhver leið til að að-
greina alþýðlega og lærða sagn-
fræði? Sýnilega er ekki stætt á
því að segja að þeir sem hafa há-
skólapróf í sagnfræði skrifi lærða
sögu, aðrir alþýðlega. Slík flokk-
un mundi rekast á menn eins og
Magnús Má Lárusson sem var prófess-
or í sögu hér í heimspekideild en
hafði ekki háskðlapróf í öðru en
guðfræði. Eða mundi nokkur sjá á
ritum þeirra Þorkels Jóhannessonar
og Arnórs Sigurjónssonar að annar
var doktor fyrir sagnfræðirit en
hinn hafði ekki svo mikið sem
stúdentspróf? Kortasaga Haralds
Sigurðssonar og íslenskir sjávar-
hættir Lúðvíks Kristjánssonar eru
einhver lærðustu sagnfræðirit sem
hér hafa komið út um langt árabil.
Hvorugur höfundanna hefur háskóia-
próf eða stúdentspróf. Nei, við
verður að beita öðrum aðferðum, ef
við viljum afmarka eitthvað og
kalla alþýðlega sagnfræði.'•*
Háskólakennarar fara með umboð
ríkisvaldsins til þess að ákveða
hvernig sé rétt að stunda rann-
sóknir í grein sinni og skrifa um
hana. Þeir semja flókin og sí-
breytileg kerfi af skráðum og
óskráðum reglum um verðug viðfangs-
efni og réttar aðferðir. Þessum
reglum beita þeir í eigin ritum,
við mat á verkum nemenda sinna, 1
ritdómum o.s.frv. Þeir sem
þekkja þessar reglur og beita þeim,
eins og þær eru á hverjum tírna*
þeir skrifa lærða sögu, hvort
sem þeir hafa numið þær í háskóla
eða ekki. A hinn bóginn gengur
ekki að segja að allir sem ekki
hlíta þessum reglum séu alþýðleg-
ir sagnfræðingar. Við getum a.m.k.
hugsað okkur að upp komi nýjungar
í söguiðkun utan háskóla sem eng-
inn mundi telja til alþýðlegrar
sagnfræði. Kannski má nefna sem
dæmi um slíkt þá söguritun í leik-
formi sem Kjartan Ragnarsson
stundar í Peysufatadeginum í Nem-
endaleikhúsinu. Alþýðleg sagn-
Bannlögin.
tið hafið afl eins leyfl til afl velja a milli Templara-
Q hússins og tugthússins.
Hikandi jeg horfl’ á manninn, hvorugu fcginn. —
V En — heldur bendir ’ann hægra megin!
fræði lýtur vafalaust einhvers
konar venjureglum eins og lærð
sagnfræði. Ég þori ekki að full-
yrða mikið um hvar og hvernig
reglur hennar eru til komnar, en
mér dettur í hug þrennt sem vert
er að nefna.
I fyrsta lagi fylgja alþýðu-
fræðimenn vafalaust að verulegu
leyti hefðum sem vóru orðnar til
í söguritun áður en sagnfræði vaf1
til sem háskólagrein. íslendinga1
hafa lengi fengist við að skrifn
frásagnir um þjóðfélag sitt í
samtíð og fortíð. Þær spanna afaJ
vítt svið, allt frá íslendinga-
sögum til annála, og það væri
flókið viðfangsefni að rekja
hvernig list fræðimanna nútímans
er sprottin af þessum fjölskrúð-
uga arfi.
í öðru lagi má ætla að reglur
sem eru orðnar úreltar í lærðri
sagnfræði lifi áfram í alþýðlegi’i
söguritun. Hún er þannig stundui"
lærð saga síðustu eða næstsíðustu
kynslóðar háskólamanna. Þetta er