Sagnir - 01.04.1986, Page 7
e. t. v. einhvern tíma baöhús? í greininni svarar höf- undur þessum spurningum, kynnir skoðanir fræöi- manna og ólík viðhorf 51
Kristín Bjarnadóttir: Drepsóttir á 15. öld. Afar mann- skæðar pestir herjuðu á íslendinga við upphaf og lok 15. aldar. Höfundur gerir grein fyrir hvers eðlis þær voru, ályktar um mannfall af völdum þeirra og aðrar afleiðingar 57
Vögum vér og vögum vér 65
Þorlákur A. Jónsson: Kjarnorkuvopn á íslandi? Greint er frá stefnu íslenskra stjórnvalda gagnvart kjarnorkuvígbúnaði og umræðum um kjarnorkuvá árin 1950-1984. Jafnframt er rætt um stöðu íslands í hernaðarkerfi NATO, afstöðu Sovétmanna, hvort hér á landi séu geymd kjarnorkuvopn og kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd 66
Helgi Kristjánsson: Verkfallið 1955. Höfundur skýrir frá aðdraganda þessa sögufræga verkfalls Dags- brúnar, kröfum verkfallsmanna, gangi samningavið- ræðna, niðurstöðum deilunnarog helstu afleiðingum 73
Helgi Skúli Kjartansson: Umsögn um 6. árgang Sagna. Höfundur fjallar um útlit og efni blaðsins. Hann telur að efni þess sé „vel valið og yfirleitt vand- að“. Ýmislegt er þó gagnrýnivert að hans mati 81
Ólafur Ásgeirsson: Vörn vegna meintrar árásar á pólitíska æru Jóns heitins Baldvinssonar. í grein- inni svarar höfundur gagnrýni Helga Skúla Kjartans- sonar á grein hans í 6. árg. Sagna. Hann áréttar að Jón Baldvinsson hafi verið „ íhaldssamur á mæli- kvarða síns tíma“ 85
Skrá um lokaritgerðir í sagnfræði árin 1977-1985. Halldór Bjarnason, Lára Ágústa Ólafsdóttir og Þor- leifur Óskarsson tóku saman. í skránni eru birt heiti allra 3. stigs ritgerða, B.A.-ritgerða og cand. mag.-rit- gerða á þessu árabili og hvenær þeim var lokið. Einnig er greint frá því hvaða lokaritgerðir hafa verið gefnar út, að hluta eða í heild 89
Myndaskrá 94
Höfundar efnis 96
Leiðréttingar vegna Sagna 6 96
Sagnir
Pósthólf 7182, 127 Reykjavík.
Blaðið er gefið út af sagnfræðinemum við Háskóla íslands.
Greinar, sem birtast í þessu tímariti, má ekki afrita með neinum hætti, svo sem Ijósmyndun, prent-
un, hljóðritun, eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis viðkomandi
höfundar.
ISSN 0258-3755