Sagnir


Sagnir - 01.04.1986, Page 40

Sagnir - 01.04.1986, Page 40
Helmingarfélög hjóna Brúðkaupsveisla í sveitaþorpi í Evrópu. Sem og ú íslandi uoru giftinyar oft stóruiðburður hjú európskum fjölskyldum, og höfðu oft i för með sér mikla eignatilfœrslu. Myndin er eftir Pieter Brueghel yngri (1564-1638). samningunum. Þegar Arnór varpar því fram í Ásverjasögu aö gjafirnar hafi verið gefnar til þess aö jafna út eignir hjónanna, setur hann þær allar undir einn hatt.49 Hér er hins vegar um að ræöa margskonar gjafir. Fjórö- ungsgjafir voru tvennskonar og um þær giltu skýr ákvæði í lögum. Svo var ekki um morgun- og bekkjargjafir. Fjóröungsgjafir eru annars vegar nefndar í Jónsbók meðal þeirra gjafa sem menn máttu gefa án afskipta erf- ingjanna.50 Af þessu tagi virðast fjórö- ungsgjafirnar vera, sem nefndar eru í helmingarfélagsbréfunum sem hjón gera á búskaparárunum. Þar er fjórð- ungsgjöfin ekki afhent, heldur heita hjónin oftast að gefa því sem lengur lifir fjórðung úr sínum hluta eignanna. Stundum settu þau einhver skilyrði fyrir gjöfinni. í þessum bréfum koma yfirleitt engar aðrar gjafir við sögu. Ákvæði svipuð þessu koma líka fyrir í flestum kaupmálunum sem gerðir eru um leið og helmingarfélagiö. Hins vegar er talað um fjórðungsgjafir í tengslum við hjúskap. Réttarbót Ei- ríks konungs 1294 mælti svo fyrir að aldrei mætti heildargjöf til kvenna nema meira en fjórðungi eigna karl- mannsins, annað væru arfasvik.51 Þessi gjöf var gefin við brúðkaupið, og var oft samheiti yfir aðrar gjafir. Bréf þeirra Guömundar Arasonar og Helgu Þorleifsdóttur er dæmi um slíka fjórðungsgjöf, en hann gaf henni fjórðung af 12 hundruðum hundraða. Undir fjórðungsgjöfina gátu fallið aðrar gjafir, td. morgun- og bekkjargjafir. En fjórðungsgjafir, af hvoru tagi sem er, eru ekki eingöngu bundnar við helmingarfélögin, og er á annaö hundrað dæma um þær í Fornbréfasafninu. Þrátt fyrir að morgungjafir og bekkj- argjafir gætu fallið undir fjórðungs- gjöf, eru þær af öðrum meiði. Oftast er talað um þær saman í íslenskum kaupmálum, en stundum aðeins aðra þeirra. Þær eru hvergi nefndar í ís- lenskum lögum. Fyrsta morgungjöfin í heimildum hér á landi er talin vera í kaupmála frá árinu 1405.52 í Forn- bréfasafninu kemur bekkjargjöf fyrst fyrir í kaupmála frá 1381, þar sem enn hafði ekki verið ákveðið hvort það yrði séreignarhjónaband eða helmingarfélag.53 Á hinum Norður- löndunum er minnst á morgun- og bekkjargjafir í lögum. Þær tíðkuðust í germönskum löndum, en höfðu mis- munandi þýðingu á mismunandi tímum, og oft er óljóst hvað átt er við þegar þær eru nefndar. Bekkjargjöfin er þar ásamt morgungjöfinni skil- greind sem gjöf brúðgumans til brúð- arinnar við giftinguna, eða morguninn eftir hana. Líklegt er talið að margs- konar flóknar gjafir og gagngjafir hafi tíðkast. Þær hafi steypst saman og einfaldast með tímanum, og tilviljun hvaða nafngift hafi haldist. Bekkjar- gjöf hafi stundum verið lýst sem línfé, stundum sem mótgjöf og svo mætti lengi telja.54 Morgun- og bekkjargjafir er miklu sjaldnar að finna í Fornbréfa- safninu en fjórðungsgjafirnar. Þar eru líka fleiri dæmi um bekkjar- og morg- ungjafir í hjónaböndum þar sem sam- ið er um séreignir, en í helmingarfé- lögum.55 Fjórðungsgjafir, morgungjafir og bekkjargjafir koma fyrir jöfnum hönd- um í málahjónaböndum og helming- 38 SAQHIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.