Sagnir - 01.04.1986, Page 43
Úr Hyndlu rímum
Brag minn eignist börnin góð með bögum téðan,
siðlát, kyrr þaug sitj'i á meðan.
Af mér skulu eignast kaupið, ef þaug þegja,
og fremd þeim nokkura fyrir segja.
Siðug eiga sína æsku svo að ala:
vinna hvorki vont né tala,
alla morgna, er þaug vilja upp sig hressa,
sífellt guð sig biðja að blessa.
Með hófsemi hvörn dag skulu holdið næra,
iðka gott og ávallt læra.
Yfirmönnum eiga hlýðni ætíð veita
og öngvan mann til reiði að reita.
Því óefað mun upp skera hinn elliþjáði,
er æskan niður áður sáði.
Lifi í friði börnin blíð, so blessun finni;
mál er komið, að mansöng linni.
Börnin eru boði mínu búin að hlýða;
að þér vík ég nú, þorngrund fríða.
Þulins læt ég þóttu gamminn þér að renna;
þú varist dæmin vondra kvenna.
Hef ég ekki hugvit til né hyggju losta
fram þér setja fleiri posta.
Úr: Steinunn Finnsdóttir: „Hyndlu rímur."
Rit Rímnafélagsins3 (Rv. 1950), 23-4.
SAGniR 41