Sagnir - 01.04.1986, Side 63
Drepsóttir
linna fyrr en um páska 1404 og var
hún þá aftur komin í Skálholt.
Augljóst er, aö plágan hefur valdið
miklum usla þar sem flest fólk var
samankomið, svo sem á biskupsstól-
unum og í klaustrunum. f annálum
segir, að mannfall hafi verið um allt
ísland, en eflaust hafa einstakir bæir
og jafnvel heilar sveitir sloppið við
hana, hvort sem það hefur verið af til-
viljun eða beinlínis um sóttvarnir að
ræða. Þær virðast þó ekki hafa verið
beysnar eftir heitbréfunum að dæma.
Þótt bænahald og föstur geti verið
ágætt til síns brúks, hefur það hrokkið
skammt gegn slíkum vágesti sem
pestinni.
Hversu mikið
var mannfallið?
Lengi var haft fyrir satt, að tveir þriðju
fslendinga hefðu látist í Plágunni
miklu og var þá miðað við frásagnir
íslenskra annála af pestinni í Noregi
1349-51. Síðan hafa norskir sagn-
fræðingar endurmetið þessa tölu og
telja sönnu nær, að einungis hafi
þriðjungur til helmingur norsku þjóð-
arinnar látist úr pestinni. Að vísu
heldur norski sagnfræðingurinn A.
Holmsen því fram, að skjalfestartölur
úr norskri hagsögu fyrir og eftir pest-
ina sýni, að sú áætlun íslenskra ann-
álaritara, að tveir þriðju norsku þjóð-
arinnar hafi látið lífið, sé varla fjarri
sanni.12
íslendingar eiga mjög greinargóðar
heimildir um Stórubólu, sem gekk hér
1707-09, nokkrum árum eftir að
manntal var tekið 1703. Jón Steffen-
sen bar saman skrár um þá, sem lét-
ust úr Stórubólu, við manntalið 1703
og samkvæmt því er meðaltal látinna
á landinu 26,4% eða rétt rúmlega
fjórðungur landsmanna. Út frá þess-
um tölum giskar Jón á, að um það bil
þriðjungur þjóðarinnar hafi fallið í
Plágunni miklu (þ. e. 30-35%).13
Þetta eru óhugnanlegar tölur. Til
samanburðar má nefna, að í síðustu
drepsótt, sem geisaði á íslandi.
Spánsku veikinni 1918, vardánartíðni
ekki nema 1-2% og þótti þó öllum
nóg.
En skyldi öll sagan vera sögð með
þessu?
Jón Steffensen birtir meðal annars
töflur um þá, sem létust úr bólusótt í
Álftaneshreppi 1707 og aldursskipt-
ingu þeirra. í Ijós kemur, að dánar-
tiðni snarminnkar hjá fólki um og eftir
fimmtugt. Jón bendir á, að þetta muni
stafa af því, að flest fólk í hreppnum
hafi fengið bóluna, sem gekk 1655-
58 og hafi því verið ónæmt, en sýni-
lega hafi bólusótt, sem var á ferð
1670-72 ekki gengið á Álftanesinu.
Samkvæmt þessu má gera ráð fyrir,
að flestir um og eftir fertugt hafi verið
ónæmir fyrir Stórubólu á þeim svæð-
um, sem bólan 1670-72 náði til.
Hefði hins vegar verið um pest að
ræða, hefðu allir aldursflokkar sýkst
jafnt.
Ennfremur vantar upplýsingar um,
hversu mörgum, sem sýktust, batn-
aði, því að alltaf er eitthvað um aftur-
bata í bólusótt. Aftur á móti deyja
nánast allir, sem sýkjast af lungna-
pest.
Þegar þetta tvennt, fjöldi ónæmra
og afturbatasjúklinga, er tekið með í
reikninginn, gætu áætlaðar tölur um
mannfall í pest miðað við bólusótt
hækkað talsvert og fækkunin jafnvel
numið 40-50%.
Heimildir um Pláguna síðari 1494-
95 eru enn fáskrúðugri en þær, sem
til eru um Pláguna miklu. Þó kemur
fram í annálum, að mannfall hafi ver-
ið mikið alls staðar á landinu, nema á
Vestfjörðum, þangað náði pestin
ekki. En Plágan síðari hefur væntan-
lega gert álíka mikinn usla og sú fyrri
þar sem hún náði til, jafnvel upp undir
helmingur landsmanna hafi látist á
þeim svæðum.
Pest virðist ekki hafa borist til ís-
lands oftar en í þessi tvö skipti og
samkvæmt framansögðu var það í
rauninni tilviljun, að hún skyldi yfirleitt
komast yfir íslands ála.
Afleiðingar
mannfallsins
Ekki þarf að efast um, að allt hefur
verið í kaldakoli fyrst eftir að plágan
var um garð gengin. Heilu sveitirnar
hafa verið í eyði og væntanlega hefur
búfé hrunið niður líka, þar eð engin
leið hefur verið fyrir þá, sem eftir lifðu
að hirða nægileg hey til vetrarins
nema fyrir nauðsynlegustu skepnu-
höld. Þess er að vísu getið í Vatns-
fjarðarannál, að veturinn 1403-04
hafi verið svo mildur, að naut hafi
gengið úti sjálfala, en það hefur verið
skammgóður vermir. Næsti vetur var
harður og um hann segir í Nýja
annál: „Snjóavetur hinn mikli. Varð
svo mikill fjárfellir til hrossa og sauð-
fjár fyrir sunnan land, að trautt minnt-
ust menn þvílíkan . . .“
( vísitasíugerðum frá Hólum má
sjá, hversu margar jarðir eru í eyði í
sjö kirkjusóknum norðanlands 1431,
27 árum eftir að plágunni lauk. Er það
sýnt í súluriti hér á eftir.
Taliö er, að mannfallið hafi unnist
upp á um það bil hálfri öld og er þá
miðað við, að þriðjungur landsmanna
hafi látist. Sé gert ráð fyrir, að upp
undir helmingur þjóðarinnar hafi fallið
í valinn, hefur fjölgunin tekið lengri
tíma, en sennilega hafa landsmenn
verið orðnir jafnmargir og fyrir plág-
una fyrri, þegar sú síðari reið yfir.
Eignatilfærsla varð mikil, bæði milli
einstaklinga vegna erfða og til kirkj-
unnar vegna áheita. Auk þess 'gátu
kirkjan og efnamenn keypt jarðir
vægu verði fyrst eftir pláguna, þegar
jarðirnar gáfu lítinn arð vegna fólks-
fæðarinnar.
Hart var barist um vinnuafl þeirra,
sem lifðu af pláguna, bændur vantaði
vinnuhjú og jarðareigendur leiguliða.
Fólk, sem verið hafði í vinnu-
mennsku, hefur átt auðvelt með að
hefja búskap, því að landskuldir
lækkuðu og eftir pláguna varð alsiða
að leigja kvikfénað með jörðunum.
Slík kúgildaleiga hafði raunar þekkst
áður, en varð nú miklu algengari og
tíðkaðist langt fram eftir öldum.
En þótt fólki væri gert auðvelt að
byrja hefðbundinn búskap, gegndi
ekki sama máli um þá, sem hvorki
vildu vera leiguliðar né i vinnu-
mennsku.
Árið 1404 er gerð samþykkt á Al-
þingi, sem sýnir, að tekist var á um
hverja vinnandi hönd. Þar er hjúum
bannað að ráða sig hjá tveimur eða
þremur, heldur skuli þau halda sig
þar, sem þau hafa fyrst sagst vera
ráðin í votta viðurvist, eða þegið
kaupgjald fyrirfram, eða verið í þrjár
nætur. Allir skyldu vera vistfastir um
krossmessu og auk þess er bændum
bannað að hýsa eöa taka fénað í
hagbeit fyrir óráðið vinnufólk.14 Sam-
kvæmt þessu virðast bændur hafa
SAGHIR 61