Sagnir - 01.04.1986, Side 74
Kjarnorkuvopn á íslandi?
heiöi á ný, var stefnan gagnvart kjarn-
orkuvopnum hérlendis óljós. Eftir
1960 skýröist hún nokkuð og var því
lýst yfir aö á (slandi væru ekki kjarn-
orkuvopn og þau hefðu ekki verið hér.
Sá möguleiki hefur þó ekki verið úti-
lokaöur, hvorki af hálfu íslenskra né
bandarískra stjórnvalda, að hingað
verði flutt kjarnorkuvopn.
Mögulegt er að staðsetja kjarn-
orkuvopn í herstöðinni á Reykjanesi.
Þar eru tvær gerðir flugvéla sem geta
borið kjarnorkusprengjur. William
Arkin hefur bent á að mannafli þar
hafi verið þjálfaður í að umgangast
kjarnorkuvoþn. Hann hefur líka bent
á að bandarísk stjórnvöld hafi veitt
flotanum heimild til að flytja kjarn-
Tilvísanir
1 Gylfi Þ. Gíslason 13. apríl 1953.
Alþingistídindi 1953 D, 115.
2 Alþingistíðindi 1948 A, 915.
3 Alþingistíðindi 1951 A, 160-61.
4 Alþingistíðindi 1951 A, 161-70
og 446-62.
5 Alþingistíðindi 1951 B, 136.
6 Alþingistíðindi 1951 B, 168.
7 Alþingistíðindi 1953 D, 103-28.
8 Þórður Ingvi Guömundsson:
Kjarnorkuvopnalaus svæði. Til-
lögur á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna og umræður á Norður-
löndum. Rit Öryggismálanefndar
3 (Rv. 1982), 39.
9 Þórður Ingvi Guðmundsson, 40.
10 Alþingistíðindi 1961 A, 298.
11 Alþingistíðindi 1961 D, 54.
12 Þórður Ingvi Guðmundsson, 46
og 81.
13 Þórður Ingvi Guðmundsson, 81.
14 Thayer, Marshall: „The role of the
orkuvopn til íslands ef líkur væru á
ófriði. Sé þannig í pottinn búið er her-
stöðin á íslandi greinilega hluti af
kjarnorkuviðbúnaði Bandaríkjanna.
Sumir telja að ekki verði gerður
greinarmunur á herstöðvum NATO
og kjarnorkuvígbúnaði, þar sem
stefna Atlantshafsbandalagsins sé
að svara árás með kjarnorkuvopnum
og allur viðbúnaður miðist viö það.
Upplýsingar Arkins skipti því ekki
sköpum. Aðrir benda á stefnu ís-
lenskra stjórnvalda síðustu áratug-
ina, að hér séu ekki og verði ekki
kjarnorkuvopn. Þeir benda einnig á
samþykktir NATO um að leita verði
samþykkis aðildarþjóðanna um stað-
setningu kjarnorkuvoþna og segjast
treysta hernaðarbandalaginu til að
gera þaö og ganga ekki gegn stefnu
íslendinga.
Óvíst er því hvort kjarnorkuvopn
eru staðsett á íslandi nú, en mögu-
leikinn er fyrir hendi, bæði vegna her-
stöðvarinnar og búnaðs hennar og
stjórnvöld á íslandi sem og annars
staðar hafa ekki útilokað hann með
yfirlýsingum eða samningum. Breyt-
inga er helst að vænta verði Norður-
lönd, þar á meðal ísland, lýst kjarn-
orkuvoþnalaust svæði. Á meðan það
hefur ekki verið gert mun áfram ríkja
óvissa um það hver raunveruleg
tengsl eru á milli kjarnorkuvoþna og
íslands. □
Keflavík Base in lceland’s de-
fense and NATO’s security
system, past and present. How
valuable is the Keflavík Base for
the United States and for other
NATO-countries.“ Varnarstöðin í
Keflavík í hernaðarlegu og fjár-
hagslegu tilliti (Rv. 1978), 9-10.
15 Baldur Sveinsson: „Starfsemin á
Keflavíkurflugvelli." Varnarstöðin
í Keflavík í hernaðartegu og fjár-
hagslegu tilliti (Rv. 1978), 21.
16 Gunnar Gunnarsson: GIUK-
hliðið. Rit Öryggismálanefndar 1
(Rv. 1982), 59 og 66-7.
17 Gunnar Gunnarsson, 40 og 51. -
Thayer, Marshall, 13.
18 Gunnar Gunnarsson, 59 og 62-
4.
19 Gunnar Gunnarsson, 38 og 50.
20 Gunnar Gunnarsson, 10.
21 Ólafur Ragnar Grímsson: „Verða
Island, Færeyjar og Grænland
utan hins kjarnorkulausa
svæðis?" Tímarit Máls og
menningar42 (Rv. 1981), 267.
22 Ólafur Ragnar Grímsson, 277.
23 Þjóðviljinn 21. maí 1980.
24 Þjóðviljinn 5. og 6. des. 1984.
25 Þórður Ingvi Guðmundsson, 99.
26 Guðmundur Georgsson: „Kjarn-
orkuvopnalaus svæði.“ Tímarit
Máls oq menningar 44 (Rv.
1983), 29.
27 Steele, Jonathan: The Limits of
Soviet Power. The Kremlin's For-
eign Policy - Brezhnev to Cher-
nenko (Harmondsworth 1984), 75.
28 Steele, Jonathan, 43.
29 Þórður Ingvi Guðmundsson, 59.
30 Þórður Ingvi Guðmundsson, 82.
31 Þórður Ingvi Guðmundsson, 87.
72 SAGMIR