Sagnir - 01.04.1987, Blaðsíða 7
din
Áður en „sá réttvísasti dómari sýndi hvað hann vildi
vera láta”1 gafhann landslýðnum tækifæri til að bæta
ráð sitt. „Hann lét því áðurýmsa viðburði ske, er benda
kynnu og leiða menn til réttrar varúðar”2 Váleg tíðindi
tóku að gerast í Vestur-Skaftafellssýslu. Lömb og kálfar
fæddust vansköpuð. Menn heyrðu klukknahljóð í lofti og
hljóðfæri í jörðu og sáu vatnaskrýmsli, eldhnetti og
pestarflugur. „Hestar lögðust framar venju á að éta
skam ogfjóshauga.”3
„ . . . þótt menn vel vissu og hefðu heyrt, að þessir og
þvílíkir viðburðir boðuðu jafnan eftirfarandi landplágu,
þá var þessu nú ekkert akt gefið.”4
Móðuharðindin voru
réttlát refsing guðs
i
yjir syndugri þjoð.
Þegarguðgaf
landgœði og árgœsku
varðfólkið andvara-
og iðrunarlaust.
llinir ríku fylltust
dramhsemi og ágirnd
en játœkir
heimtufrekju og
vanþakklœti.
Flokkadrcettir,
I óheiðarleiki og
tumdarsvik joru
vaxandi meðan
guðrœkni hrakaði.
()grynni jjar var evtt
i skemmtanii,
drykkjuskaf) og
tóhakssvídl.
Aj óllu þessu leiddi að
arsaddin hlaul aðja
skjotan endi.
I kapphlaupmu um
þessa heims ga-ði
gleymdi þioðm
guði siniiin
. . .og þvijorsem lor
ó var þess skammt að bíða að
guð felldi sinn dóm. Hinn 8.
júní 1783 reis upp í norðri
svartur mökkur „svo stór, að hann á
stuttum tíma breiddi sig yfir alla
Síðuna og nokkuð af Fljótshverfinu,
svo þykkt að dimmt varð í húsum en
sporrækt á jörðu.”s Eldgosið í
Lakagígum var hafið.
Hraunrennslið lagði fljótt marga
bæi í eyði og gjóskan eitraði gras
víða um land. Veturinn eftir varð
óvenju harður með hafís fyrir
norðan og austan. Næsta sumar
gengu harðir jarðskjálftar yfir Suð-
urland. Landfarsótt og bólusótt
fylgdu í kjölfarið.
Þegar drambsemin er sem
hæst, er hún fallinu næst. ...
Þó var guðs langlundargeð svo
mikið og beið eftir mannanna
iðran og afturhvarfi að hann
lagði straffið langt síðar yfir og
mýkra en tilstóð og forþénað
var.6
Syndum spillt þjóð?
Sögutúlkun sr. Jóns Steingrímsson-
ar, sem hér er lýst, á sér formæl-
endur fáa á síðari hluta 20. aldar.
Samkvæmt henni hefðu Vest-
mannaeyingar ótt að vera orðnir
svo syndum spilltir árið 1973 að
guðs langlundargeð var þrotið.
Væntanlega hafna lesendur þeirri
skýringu ó eldgosinu í Heimaey.
Eigi að síður verðum við að hafa í
huga kenninguna um réttmæta
refsingu guðs, því án hennar fóum
við ekki skilið athafnir forfeðra
okkar. Víða um land höfðu orðið
harðindi árin 1777-1781 og fæstir
landsmenn voru því spilltir af of
góðu atlæti þegar Móðuharðindin
gengu í garð. Samt kemur sú skoðun
víða fram í skýrslum sýslumanna
árin 1783 og 1784 að refsingin sé
verðskulduð. Þessi trú tilheyrir
hugsunarhætti sem aldalöng reynsla
af harðri lífsbaróttu hafði mótað.
Það er hugsunarháttur kyrr-
stöðuþjóðfélagsins. Hann verðum
við að fá innsýn í til að gera atburða-
rás Móðuharðindanna skiljanlega.
SAGNIR 5