Sagnir - 01.04.1987, Blaðsíða 8

Sagnir - 01.04.1987, Blaðsíða 8
FALLVALT ÞJÓÐFÉLAG ISÖLJÍ Matarskortur var landlægt vanda- mál sem hafði í för með sér 58 meiri eða minni hungurfellisár á 17. og 18. öld. Orsökina má rekja til kóln- andi loftslags og hnignunar í land- búnaði. Seljabúskapur var að miklu leyti aflagður og túngarðahleðsla lá einnig niðri. Heyskapur varð erfið- ari og farið var að treysta meira á vetrarbeit. Grasbrestur og jarð- bönn höfðu því hvað eftir annað í för með sér skepnufelli og hungur- dauða. Þetta valta veraldargengi var skýrt með tilvísun til æðri máttar- valda. Áföllin voru álitin verðskuld- uð refsing guðs og því mátti líta svo á að varnaraðgerðir væru tilgangs- lausar og jafnvel að í þeim fælist mótþrói við guð. Það skýrir að nokkru hvers vegna „nýsköpun” í landbúnaði átti erfitt uppdráttar. Að hlaða garða, ræsa fram mýrar og slétta tún var til lítils ef alvaldur guð leit með vanþóknun á það verk. Andstaða bænda gegn nýjungum var svo rótgróin að árið 1831 varð enn að beita hörðum áróðri fyrir kál- og kartöflurækt. Baldvin Ein- arsson vitnaði þá til Móðuharðind- anna og benti á að fólkið dó allramest seinustu árin, þegar veðráttan fór að batna. Þá hefði verið gott að eiga væna kálgarða, og alltént þegar eins á stendur, því það er þó öllum ljóst, að þá mættu þeir koma að miklu gagni og verja töluverðu mannfalli.8 Árið 1783 voru einstaka menn farnir að nota garðávexti í stað „venjulegs matar”9 en undirstöðu- fæða íslendinga var samt hættu- lega einhæf. Hún var mjólkurmatur og fiskur.10 Önnur innlend fæða, egg, fugl, fjallagrös, söl, hvönn, selur, hvalur og fleira þessháttar, var aðeins til búdrýginda. Kjöt var hátíðamatur - en horkjöt hallæris- matur. „ ... flestir hafa dálítið af mjólk, og þessutan kroppa menn um beinin á skepnum sínum fyrsta og annað árið,”11 segir Baldvin Einars- son í lýsingu sinni á venjulegu hallæri. Matvandir letingjar Fyrir 1783 nam korninnflutningur aðeins um 20 kg á hvern íslending á ári. Þegar haft er í huga að nú á tímum borðar meðalmaður um 1000 kg matar ár hvert, sést hve lítið vægi kornið hafði í matarbúskap þjóðarinnar. Afleiðingin var sú að fæðuöflun var algerlega háð veðr- áttu og fiskigöngum. Þegar vel áraði gat fólk þó leyft sér ýmsan munað í mat og drykk og notið þess svo vel að Jóni Steingrímssyni þótti nóg um. Þófaramyllan við Elliðaár, teikning frá 1772. .Jtjol framfaranna” tóku að snúast á íslandi eftir miðja 18. öld, en mörgum þótti það varhugaverð þróun. Árið 1783 var það haft eftir „einum skírum gætnum bónda, að síðan nýjungarnar fóru hér fyrst inn að koma, hafi jafnan guðs hönd með nokkru móti verið (straffandi) yfir landi þessu 6 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.