Sagnir - 01.04.1987, Blaðsíða 56

Sagnir - 01.04.1987, Blaðsíða 56
Á dugguveiðum Herskip voru gerð út árin 1740 og 1741 til þess að fanga duggara sem stunduðu launverslun við ísland. Fyrra árið gekk vel og náðust sex hollenskar duggur, sem voru metn- ar á um 11400 ríkisdali, en engin var tekin síðara árið.6 Skaði Hollend- inga var mikill og skal engan undra þó að þeir hafi hætt launverslun eftir þetta. Hún hefur varla verið áhættunnar virði ef menn gátu átt von á herskipum á sveimi umhverf- is landið og hinar verðmætu duggur í húfi. Kannski hafa athafnasöm- ustu smyglararnir einfaldlega verið gómaðir sumarið 1740. En samt var launverslun ekki úr sögunni á íslandi. Um þetta leyti fóru franskir duggarar að veiða á íslandsmiðum og segir Jón Aðils að þeir hafi komist „fljótt upp á að reka laun- verslun engu síður en hinir.”7 Þurfti nú að taka til hendinni í kon- ungsgarði og gefa út leyfi til að taka skip og stöðva þessa löglausu verslun. Það var veitt með tilskipun árið 1749.8 Þar er reyndar ekki tekið fram hvers lenskir duggar- arnir voru sem lágu undir grun, en þeir munu hafa verið franskir.9 Ekki tókst að grípa duggu í þetta skiptið. Bjargvætturinn í bókhaldinu Það var síðan ekki fyrr en eftir áratug og eina íslenska hungurs- neyð, að smyglið við ísland komst aftur á spjöld sögunnar. Árið 1760 bárust Hollendingum þær fréttir að Danir væru enn einu sinni að búa herskip til íslandsfarar vegna laun- verslunar. Hafa nú útgerðarmenn irnir, eða reiðararnir eins og þeir voru kallaðir, farið að óttast um skipin sín, minnugir þess sem gerðist 1740. Sendimaður holl- enskra í Kaupmannahöfn tilkynnti dönsku stjórninni að þeir ætluðu að halda sig frá ströndinni við ísland, enda færu þeir á miðin til þess að veiða fisk en ekki versla á laun.10 Ekkert virðist hafa orðið úr för danska herskipsins hingað, en holl- ensku íslandsfararnir voru óróleg- ir. í samtökum þeirra var málið rætt og þar kom fram að bókhald- ararnir voru farnir að kvarta undan :ai Tóbaksponta úr rekaviði. Brennivín og tóbak voru eftirsóttar vörur á íslandi á 18. öld. Ef íslendingar seldu hverjir öðrum slíkan varning með álagningu var það nefnt okur og hafði konungur bannað allt slíkt. íslenskir sjóvettlingar. Narfi Guð- mundsson lét hollenska duggara hafa sína slitnu sjóvettlinga fyrir tóbak „svo mikið sem hann kunni að hafa í lúku sinni”. Hann var dæmdur í héraði en sýknaður á Öxarárþingi. launversluninni. Ástæðan kemur fram í tilkynningu frá því í febrúar 1762. Þar segir að skipverjar á duggunum sæki í að eiga vöruskipti við „innfædda” á íslandi. Gegn vilja bæði reiðara og bókhaldara láti þeir brennivin, sjenever og tóbak, og grunur leiki á um að jafnvel skips- kaðlar og snæri, tunnur og sykur fari sömuleiðis í skiptum fyrir tólg, peysur, buxur, sokka og vettlinga. Lagt er blátt bann við því að meira sé haft meðferðis af tóbaki og áfengi en áhöfnin þurfi til eigin nota í hverri veiðiferð.11 Heldur hafði Danakonungi nú hæst liðsauki í baráttunni við ólög- lega verslun við ísland. Hollensku reiðararnir voru komnir á hans band, enda áttu þeir mikilla hags- muna að gæta. Dugguflotinn sem þeir sendu árlega á íslandsmið taldi jafnan á annað hundrað skip, t.d. 142 sama ár og tilkynningin hér á undan var gefin út og stundum fleiri.12 Þetta hlýtur að hafa gert laun- verslun íslendinga og hollenskra sjómanna enn erfiðari en áður og umsvifin hafa ekki getað orðið mikil við þessar aðstæður. En úr því að þessi leyniviðskipti gerðu strik í reikninginn í bókhaldi skipanna, hafa þau örugglega skipt fátæka ís- lendinga miklu. Og þetta sýnir að viðskiptin voru enn við lýði eftir 1760. Baráttunni var ekki lokið. Tvískinnungur konungs Sumarið 1765 náði skip frá einok- unarkaupmönnum tveimur frönsk- um fiskiduggum sem höfðu verið við launverslun. En nú tók Danakon- ungur merkilega ákvörðun. Hann sleppti smyglurunum vegna náinn- ar vináttu við konung Frakk- lands.13 Árið eftir gaf Danakonung- ur út tilskipun14 sem við skulum skoða áður en leitað er skýringa á því hvað vakti fyrir honum. í til- skipuninni er einkaleyfi danskra kaupmanna til verslunar við íslend- inga og bann við lausaverslun ítrekað, fyrirmæli gefin um að er- lendar fiskiduggur megi ekki hafa meiri varning meðferðis en nauð- synlegur teldist áhöfn við veiðar, hert sektarákvæði við brotum á lögunum, greiða skyldi verð ólög- legrar vöru og tvöhundruð ríkisdali í sekt og loks heimilað að taka skip lögbrjóta sem tryggingu fyrir greiðslu. Þeim sem hefðu hug á að koma upp um grunaða duggara var bent á að styggja þá ekki, svo þeir hentu ekki öllum ólöglegum varn ingi í sjóinn, eins og sagt var að oft kæmi fyrir. Þessi tilskipun er óneitanlega vís- bending um að hér hafi ennþá verið stunduð launverslun og að hún hafi verið talin svo mikil að ástæða væri til að grípa í taumana. Einnig er hún til marks um að Danakonungur hafi raunverulega haft áhuga á að stöðva launverslun við ísland og 54 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.