Sagnir - 01.04.1987, Blaðsíða 82

Sagnir - 01.04.1987, Blaðsíða 82
Árið 1662 var áhrifavald Alþingis í löggjafarmálum orðið sáralítið og einveldisskuldbindingin breytti þar engu um. Fyrir einveldisskuldbind- ingu fóru konungur og Alþingi formlega með löggjafarvaldið sam- eiginlega. Konungur átti að leita samþykkis Alþingis fyrir laganý- mælum sem hann vildi koma á. Fram til loka 16. aldar héldu íslend- ingar því til streitu að samþykki Al- þingis væri nauðsynlegt til að laga- boð konungs væru bindandi á ís- landi en eftir því sem leið á 17. öldina var gengið linlegar eftir að þessu formsatriði væri fylgt. Voru þá lagaboð aðeins birt í lögréttu en ekki leitað samþykkis hennar og konungsvaldið þar með þegar búið að taka sér einræðisvald í löggjaf- armálum. Þó er til dómur frá árinu 1644 sem sýnir að sumir lögréttu- mennirnir töldu að ekki skyldi dæma eftir lögum, sem ekki höfðu verið hér „tekin né birt”. Alþingi gat sjálft haft nokkurt frumkvæði að löggjöf. Konungur ætlaðist reyndar til þess að lands- menn leituðu til sín ef þeir æsktu breytinga á einhverjum ákvæðum Jónsbókar. Það var gert með því að biðja konung beinlínis um réttar- bætur. En það voru fjölmörg efnis- atriði sem Jónsbók hafði engin ákvæði um og greip þá Alþingi alloft til þess ráðs að gera sam- þykktir í dómsformi um það hvað vera skyldu lög. Sumir þessara dóma fengu síðar samþykki kon- ungs. Fulltrúi hans var yfirleitt við- staddur á Alþingi og hefur þótt duga að laganýmæli væru gerð í dóms- formi á Alþingi með hans vitund. Samþykktir Alþingis fjölluðu mest um mjög hagnýt og hversdagsleg málefni svo sem framfærslumál, flakk og lausamennsku, vinnufólk, tíund og önnur gjöld. Alþingi gerði slíkar samþykktir út alla 17. öldina og í þingsköpum frá 1. júlí 1695 er gert ráð fyrir að það hafi þá enn samþykktarvald um „almenn mál”. Árið 1700 gerði Alþingi samþykkt um ákvörðun merkisdaga eftir nýja stíl og var það seinasta alþingissam- þykktin sem um getur. Breytingar á dómsmálum og réttarfari urðu ekki fyrr en löngu eftir Kópavogseiðana. Dómaskip- unin hélst í sama formi og var fyrir 1662. Sýslumenn dæmdu á fyrsta dómstigi, Lögrétta á Alþingi var annað dómstig og Yfirréttur það þriðja. Konungur eða fulltrúar hans skipuðu sýslumenn eins og verið hafði og eins yfirréttarmennina en Alþingi kaus áfram lögmennina sem stýrðu fundum lögréttu og til- nefndu lögréttumennina. Að vísu hafði lögrétta orðið að láta undan vilja höfuðsmanns í sambandi við lögmannskjör árið 1639 en engin breyting varð á kjörinu fyrr en 1695; þá tóku konungur eða fulltrúi hans að skipa lögmennina sjálfir. Eftir það hafði konungsvaldið full- trúa á öllum dómstigum. Hæsti- réttur konungs, sem stofnaður var um leið og einveldi komst á í Dan- mörku og Noregi, dæmdi ekki í ís- lenskum málum fyrr en seint á 18. öld. Stjórngæslan var áfram í höndum hirðstjóra (höfuðsmanns) til 1682. Breytingar á embættismannaskip- un landsins árin 1683-8, þegar amt- manns-, stiftamtmanns- og land- fógetaembættin komu til sögunnar en hirðstjóraembættið var lagt niður, breytti stjórnskipuninni ekki í neinum höfuðatriðum, stjórngæsl- an var eftir sem áður í höndum em- bættismanna konungsvaldsins. Lokaorð Einveldisskuldbindingin frá 1662 verður vart talin málamyndagern- ingur. Með henni gengust íslend- ingar formlega undir einveldi Danakonungs. í raun og veru vantaði ekki mikið á að einveldi væri þegar komið á 1662, án nokk- urra formlegra skuldbindinga. Ein- veldisskuldbindingin var því með öðrum orðum formleg staðfesting á ríkjandi ástandi. Allt tal um að gerðir hafi verið fyrirvarar á undirritun skuldbind- ingarinnar af íslendinga hálfu og samningar náðst við fulltrúa kon- ungs um að engar breytingar yrðu á stjórnarháttum í bráð er á afar veikum rökum reist. Hins vegar er nokkuð víst að íslendingar hafa látið í ljósi að þeir væru ófúsir að afsala sér gömlum rétti sínum. Kon- ungur og embættismenn hans gátu á hinn bóginn virt þá skoðun að vettugi, sýndist þeim svo. Meðan Henrik Bjelke hafði íslandsmál á sinni könnu til 1683 urðu engar breytingar á stjórnarháttum. Hann var áhrifamikill ráðamaður í Dan- mörku og gat því haldið stjórnar- háttum á íslandi í fyrri skorðum á meðan hann lifði. Það má vel í- mynda sér að hann hafi lítið kært sig um að leggja niður það embætti sem hann hafði og gerast stiftamt- maður eða amtmaður í nýjum stíl á gamals aldri. 80 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.