Sagnir - 01.04.1987, Blaðsíða 50

Sagnir - 01.04.1987, Blaðsíða 50
Um Jarðabókagreiðslu sem kaupmenn fluttu frá sýslumönnum og klaustur- höldurum til konungs 1725. félagi. Hún skapaði þannig fast gengi milli landaurareiknings og taxta utanríkisverslunar og margar helstu íslensku mælieiningarnar eru frá henni komnar. íslenskt sam- félag var engan veginn staðnað og óbreytanlegt á tímum einokunar- verslunarinnar. Þannig stuðlaði verslunin að eflingu sauðfjárrækt- ar á fyrri hluta 18. aldar, ef til vill þó á kostnað fiskveiða, en merkasta nýjung verslunarinnar var samt stórfenglegt útgerðarátak á árun- um 1774-1783, sem ekki á sér neina hliðstæðu í íslensku þjóðlífi fyrr en á seinni helmingi 19. aldar. Einokunarverslunin stóð á gömlum merg Einokunarverslun var engin nýjung í íslensku þjóðfélagi árið 1602. Þvert á móti var einokunarverslun- in rökrétt framhald fornra verslun- arhátta allt frá landnámstímanum. í frumstæðum og fornum samfé- lögum voru menn ávallt á varðbergi gagnvart framandi gestum. Hver gat vitað fyrirfram hvort slíkir gestir væru friðsamir kaupmenn eða herskáir víkingar? Kaupmenn þurftu ekki síður en heimamenn á vernd að halda hjá framandi þjóðum. í staðinn urðu þeir að lofa að fara með friði og fylgja settum reglum um kaupskap allan. Meðal þess sem um var samið voru lög um verð í verslun. Á þjóðveldistímanum var það í verkahring goða að kveða upp dóma um utanríkisverslun. Goði dæmdi verðlag, en vafalaust var slíkur „dómur” fyrst og fremst árangur af samningum goða og kaupmanna. Þegar íslendingar sóru Noregs- konungi land og þegna árið 1262 var konungi afhent það vald sem goð- arnir höfðu áður. Mikinn hluta þessa valds fól konungur síðan ís- lenskum lénsmönnum sínum. Þannig kváðu sýslumenn og lög- réttumenn upp verðlagsdóma allt fram á 17. öld, en síðasta verðlags- dóminn í íslenskri utanríkisverslun kvað Ari Magnússon sýslumaður í Ögri upp árið 1615. Noregskonungur lét hins vegar lénsmönnum sínum íslenskum aldrei það vald eftir að ákveða hvaða kaupmenn mættu sigla til ís- lands. Löngum var honum auðvelt að framfylgja þessu valdi sínu ef undan er skilinn hluti 15. aldar þegar Englendingar og Þjóðverjar fóru hér mjög sínu fram. Á 16. öldinni náðu þýskir kaup- menn íslandsversluninni undir sig en þeir gerðu það með leyfi Dana- konungs. Föst regla komst á að þeir skyldu gjalda fyrir slík leyfi. Árið 1602 svipti Danakonungur þýsku kaupmennina verslunarleyf- um þeirra á íslandi og veitti þau leyfi dönskum kaupmönnum í stað- inn. Tilgangurinn var að sjálfsögðu að efla danska verslun og sjó- mennsku. En hér var ekki um neina róttæka nýjung að ræða í utanríkis- verslun íslendinga. Áfram leigði konungur aðeins út einstakar hafnir og áfram fengu einstakir sýslu- menn að kveða upp verðlagsdóma. Þótt Hamborgurum væri meinuð bein þátttaka í íslandsversluninni árið 1602 héldu þeir áfram að ráða yfir helstu skreiðarmörkuðum ís- lendinga erlendis allt fram á seinni hluta 18. aldar. Þessir markaðir voru í Mið-Evrópu í nágrenni við helstu verslunarleið Hamborgara, sem var Elbuá, en Hamborg lá við mynni hennar. Danakonungi var oft illa við þau sterku tök sem Ham- borgarar höfðu áfram á utanríkis- verslun íslendinga. Hann stofnsetti meira að segja nýja borg Glúck- stadt, við Elbuárósa, Hamborg til höfuðs. En Glúckstadt varð aðeins viðskiptaborg dönsku íslands- kaupmannanna og Hamborgara. Ýmsar gerðir einokunar og kaupþvingunar. Árið 1619 voru gerðar tvær mikil- vægar breytingar á einokunar- versluninni, sem voru í rökréttu samhengi hvor við aðra. Ákveðið var að eitt verslunarfélag skyldi sjá um alla utanríkisverslun landsins. 48 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.