Sagnir - 01.04.1987, Blaðsíða 50
Um Jarðabókagreiðslu sem kaupmenn fluttu frá sýslumönnum og klaustur-
höldurum til konungs 1725.
félagi. Hún skapaði þannig fast
gengi milli landaurareiknings og
taxta utanríkisverslunar og margar
helstu íslensku mælieiningarnar
eru frá henni komnar. íslenskt sam-
félag var engan veginn staðnað og
óbreytanlegt á tímum einokunar-
verslunarinnar. Þannig stuðlaði
verslunin að eflingu sauðfjárrækt-
ar á fyrri hluta 18. aldar, ef til vill þó
á kostnað fiskveiða, en merkasta
nýjung verslunarinnar var samt
stórfenglegt útgerðarátak á árun-
um 1774-1783, sem ekki á sér neina
hliðstæðu í íslensku þjóðlífi fyrr en
á seinni helmingi 19. aldar.
Einokunarverslunin stóð á
gömlum merg
Einokunarverslun var engin nýjung
í íslensku þjóðfélagi árið 1602.
Þvert á móti var einokunarverslun-
in rökrétt framhald fornra verslun-
arhátta allt frá landnámstímanum.
í frumstæðum og fornum samfé-
lögum voru menn ávallt á varðbergi
gagnvart framandi gestum. Hver
gat vitað fyrirfram hvort slíkir
gestir væru friðsamir kaupmenn
eða herskáir víkingar?
Kaupmenn þurftu ekki síður en
heimamenn á vernd að halda hjá
framandi þjóðum. í staðinn urðu
þeir að lofa að fara með friði og
fylgja settum reglum um kaupskap
allan. Meðal þess sem um var samið
voru lög um verð í verslun.
Á þjóðveldistímanum var það í
verkahring goða að kveða upp dóma
um utanríkisverslun. Goði dæmdi
verðlag, en vafalaust var slíkur
„dómur” fyrst og fremst árangur af
samningum goða og kaupmanna.
Þegar íslendingar sóru Noregs-
konungi land og þegna árið 1262 var
konungi afhent það vald sem goð-
arnir höfðu áður. Mikinn hluta
þessa valds fól konungur síðan ís-
lenskum lénsmönnum sínum.
Þannig kváðu sýslumenn og lög-
réttumenn upp verðlagsdóma allt
fram á 17. öld, en síðasta verðlags-
dóminn í íslenskri utanríkisverslun
kvað Ari Magnússon sýslumaður í
Ögri upp árið 1615.
Noregskonungur lét hins vegar
lénsmönnum sínum íslenskum
aldrei það vald eftir að ákveða
hvaða kaupmenn mættu sigla til ís-
lands. Löngum var honum auðvelt
að framfylgja þessu valdi sínu ef
undan er skilinn hluti 15. aldar
þegar Englendingar og Þjóðverjar
fóru hér mjög sínu fram.
Á 16. öldinni náðu þýskir kaup-
menn íslandsversluninni undir sig
en þeir gerðu það með leyfi Dana-
konungs. Föst regla komst á að þeir
skyldu gjalda fyrir slík leyfi.
Árið 1602 svipti Danakonungur
þýsku kaupmennina verslunarleyf-
um þeirra á íslandi og veitti þau
leyfi dönskum kaupmönnum í stað-
inn. Tilgangurinn var að sjálfsögðu
að efla danska verslun og sjó-
mennsku. En hér var ekki um neina
róttæka nýjung að ræða í utanríkis-
verslun íslendinga. Áfram leigði
konungur aðeins út einstakar hafnir
og áfram fengu einstakir sýslu-
menn að kveða upp verðlagsdóma.
Þótt Hamborgurum væri meinuð
bein þátttaka í íslandsversluninni
árið 1602 héldu þeir áfram að ráða
yfir helstu skreiðarmörkuðum ís-
lendinga erlendis allt fram á seinni
hluta 18. aldar. Þessir markaðir
voru í Mið-Evrópu í nágrenni við
helstu verslunarleið Hamborgara,
sem var Elbuá, en Hamborg lá við
mynni hennar. Danakonungi var oft
illa við þau sterku tök sem Ham-
borgarar höfðu áfram á utanríkis-
verslun íslendinga. Hann stofnsetti
meira að segja nýja borg Glúck-
stadt, við Elbuárósa, Hamborg til
höfuðs. En Glúckstadt varð aðeins
viðskiptaborg dönsku íslands-
kaupmannanna og Hamborgara.
Ýmsar gerðir einokunar
og kaupþvingunar.
Árið 1619 voru gerðar tvær mikil-
vægar breytingar á einokunar-
versluninni, sem voru í rökréttu
samhengi hvor við aðra. Ákveðið
var að eitt verslunarfélag skyldi sjá
um alla utanríkisverslun landsins.
48 SAGNIR