Sagnir - 01.04.1987, Blaðsíða 28

Sagnir - 01.04.1987, Blaðsíða 28
TAFLAIII Landskuld og leigur í smjöri meðaltal meðaltal , .. 1695 -. 1710/12 ., lækkun a bæ a bæ Svæði Eyja- fjarðar- 8952,3 126,1 ísa- fjarðar 11704 106,4 Kostajarðir og kot Stórabóla hefur haft minni áhrif á byrðar leiguliða í grösugum Eyja- firði en við hrjóstrugar strendur Vestfjarða. Þá liggur fyrir að leita skýringa á því. Fyrst verður fyrir að hyggja að stærð jarðanna og mati þeirra, en jarðamat byggðist á því hve mörgum kúm jörð gat fram- fleytt. Líklegasta tilgátan að óat- huguðu máli er að ásókn sé, að öðru jöfnu, meiri í að taka á leigu betri jarðir. Þetta merkir að jarðir Vaðla- sýslu eru hærra metnar, betri en jarðir í hreppunum í ísafjarðar- sýslu. Að réttu lagi ætti að vera auð- veldara að leigja kostajarðir en kot er fólki fækkar og eftirsókn minnkar. Hvernig er þá jarðamat á þessum tveimur svæðum? Athugun leiddi í ljós þær niður- stöður sem sjá má í töflu IV. Jarðir í hreppunum tveimur í Eyjafirði voru að jafnaði nær tvöfalt dýrari en jarðir í hreppunum sjö í ísaf jarð- arsýslu. Meðfram eru áberandi færri stórar jarðir á vestara svæð- inu. Af 110 jörðum eru aðeins þrjár metnar hærra en til 39 hundraða, eða innan við þrjár af hundraði. 1 Eyjafirði eru 24 jarðir af 71 dýrari en 39 hundruð, eða um þriðjungur jarðanna. Úr töflu III má lesa að landskuld og leigur eru um 15 af hundraði lægri á hverja jörð á vestara svæð- inu 1695 og í kringum 20% minni er Jarðabók þeirra kumpána Árna og 7478,7 105,3 16,5% 9034,1 82,1 22,8% Páls er gerð. Það styður því enn frekar þá tilgátu að jarðir séu betri í Öngulstaða- og Saurbæjarhreppum en í héraði Þorbjargar þeirrar digru er barg lífi ójafnaðarmannsins frá Bjargi. Maklegt er hér að minna á að 12 jarðir eru ekki með í þessum út- reikningum og meðfram að ekki er aðeins miðað við jarðabókina frá 1695 heldur tekið tillit til umsagna leiguliða (í Jarðabók Áma og Páls), er því meðaltalið fyrir 1695 ekki samhljóða jarðabókinni frá því ári. Tölur þær er unnar eru upp úr seinni bókinni ættu að vera nærri lagi; þá er munurinn meiri og því engin ástæða til að efast um gildi tilgátunnar. Það hefði mátt ætla að sjósóknin á TAFLAIV Jarðamat Vestfjörðum hefði haldið landskuld og leigum uppi. Hins vegar verður erfitt að sækja sjóinn þegar mann- fall verður svo gríðarlegt sem hér um fjallar. Eftirlifendur hafa haft nóg með gegningar og varla verið mannskapur til að róa. Ályktunin sem af ofansögðu verður dregin er í stuttu máli sú að Stórabóla hafi haft minni áhrif á lífsskilyrði leiguliða er bollokuðu á slóðum Víga-Glúms en hinna er byggðu lendur þær er Kolbrúnar- skáldið eigraði forðum um. Ástæð- an er að betri jarðir eru á slóðum Glúms Eyjólfssonar. Sældarlíf? Landskuld og leigur lækkuðu um nálægt 20 af hundraði vegna hins gífurlega mannfalls er varð í kjöl- far Stórubólu árin 1707,8 og 9. Hafa ber þó hugfast að torvelt er að skilja áhrif bólunnar frá öðrum þáttum er stefndu til sömu áttar. Síðustu ár 17. aldarinnar voru Frónbúum þung í skauti ekki síður en hin fyrstu. Harðindin hörfuðu síst á nýrri öld og urðu margir íslendingar þeim auðunnin bráð hin fyrstu ár þeirrar aldar sem einna helst er minnst fyrir franska byltingu og heimspeki upplýsingar og fræðslu. Ekki er fjarri sanni að áætla að um sjött- ungur þjóðarinnar hafi gengið fyrir ætternisstapann þessi mögru ár. Bólan kom beint ofan í harðæri. Samanlagt má ætla að íslendingum hafi fækkað um þriðjung þessi hörmungarár. Jarðir gengu úr sér, heyfengur var svikull, útibeit lítt að treysta og fiskur sjaldséður. Það má Svæði fjöldi samtals í meðaltal á jarða hundruðum jörð Eyjafjarðarsvæði 70 2144 30,6 ísafjarðarsvæði 108 1729 16,0 Jarðamat samtals á svæðunum í hundruðum og meðaltal á hverri jörð. Ástæðan fyrir því að einungis 108 (ekki 110) jarðir eru af vestara svæðinu er að mats er ekki getið á tveimur jörðum, en ekki getið á einni í Eyjafirði. Landskuld og leiga í hvorri sýslu fyrir sig reiknað i kilóum smjörs til að fá raunverulegan samanburð. Miðað er við að ein vætt fisks jafngildi 20 álnum sem jafngildi tveim fjórðungum smjörs eða 9,96 kilóum. Þannig jafngilda 0,498 kg. af smjöri einni alin (sbr. kaupsetninguna frá 1615 í Jón Aðils: Einokunarverzlun Dana á íslandi (Rv. 1971) (ljósprentun) 365-369; íslenzk orðabók handa skólum og almenningi (Rv. 1983), 214). Leiga eftir hvert ærgildi er 1,67 kg eða 10 kg eftir hverja kú (2 fjórðungar). Að auki er reiknað meðaltal á hvern bæ, þ.e.a.s. landskuld og leigur samtals á móti f jölda bæ ja í útreikningum. 26 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.